Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

83. fundur 04. febrúar 2013 kl. 16:00 - 18:30 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Magnús Freyr Ólafsson formaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
  • Runólfur Sigurðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi
  • Björn Guðmundsson varamaður
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Minjastofnun - ný lög og verkefni

1301251

Bréf Minjastofnunar Íslands dags. 9. jan. 2013.

Lagt fram. Nefndin felur byggingar- og skipulagsfulltrúa taka saman upplýsingar um fjölda húsa á Akranesi sem falla undir ákvæði laganna um friðun húsa nú, og næstu 5 árin.

2.Deiliskipulag - umhverfi Akratorgs

1210163

Lagfærður uppdráttur lagður fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagið verði auglýst í samræmi við 43. gr. 1. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag - Grófurðunarsvæði

1205064

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála varðandi afgreiðslu Skipulagsstofnunar.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingar- og skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu.

4.Langisandur sem "bláfánaströnd".

1202217

Garðyrkjustjóri fer yfir og kynnir stöðu verkefnissins.

Skipa þarf stýrihóp fyrir verkefnið. Lagt er til að nefndarmenn taki það að sér fyrst um sinn. Umsókn um bláfánavottun þarf að senda inn fyrir 20. febrúar n.k.

5.Skýrsla til umhverfisstofnunnar um störf umhverfisnefndar 2012.

1301016

Áður frestuð afgreiðsla til samþykktar.

Nefndin leggur til að skýrslan verði send inn.

6.Aðalskipulag Akraness 2011, endurskoðun.

1012111

Farið yfir seinni hluta greinagerðar aðalskipulags.

Lokið var við að fara yfir greinargerð.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00