Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

62. fundur 23. febrúar 2012 kl. 16:00 - 18:30 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
  • Reynir Þór Eyvindsson varamaður
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
  • Runólfur Sigurðsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir starfsmaður Skipulags- og umhverfisstofu
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Byggingarskýrsla 2011

1202218

Byggingarfulltrúi afhenti nefndarmönnum byggingarskýrslu fyrir árið 2011 og gerði grein fyrir þróun síðasta árs.

2.Aðalskipulag Akraness 2011, endurskoðun.

1012111

Gylfi Guðjónsson fór yfir helstu atriði í forsendum og greinargerð aðalskipulagsins sem þarf að taka til yfirferðar. Einnig fór hann yfir hugmyndir um breyttar áherslur varðandi göngu- og reiðleiðir. Ákveðið var halda vinnufund þann 19. mars n.k.

3.Grenjar-hafnarsvæði, deiliskipulag

1202219

Gylfi Guðjónsson kynnti tillögu að lýsingu verkáætlunar vegna deiliskipulagstillögu fyrir Grenjar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að lýsingin verði auglýst.

4.Mótun Landskipulagsstefnu

1202216

Kynning á fundargerð.

Fundargerð af 1. fundi samráðsvettvangs, haldinn 3. feb. sl., lögð fram.

5.Fjárhagsáætlun 2012 - Skipulags- og umhverfisstofa

1110098

Hagræðingaraðgerðir.

Tillögur að hagræðingaraðgerðum Skipulags- og umhverfisstofu kynntar.

6.Umhverfisvaktin við Hvalfjörð - mælingar á mengandi efnum í neysluvatni.

1201426

Bréf Umhverfisvaktarinnar dags. 19. feb. 2012 og yfirlýsingar Heilbrigðiseftirlits Vesturland og OR, lagðar fram. Nefndin leggur til að fulltrúar kaupstaðarins eigi fund með UST um málið, þar sem farið verði yfir mælingatíðni og áreiðanleika niðurstaðna.

7.Langisandur sem "bláfánaströnd".

1202217

Íris Reynisdóttir, garðyrkjustjóri kynnti hugmyndir um umhverfisviðurkenningu Bláfánans fyrir Langasand.

Skipulags- og umhvefisnefnd lýsir ánægju með framkomnar hugmyndir og óskar eftir að þær verði unnar frekar og málið kynnt fyrir nefndinni þegar það verður komið lengra á veg.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00