Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

65. fundur 23. apríl 2012 kl. 16:00 - 18:10 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
  • Magnús Guðmundsson aðalmaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
  • Runólfur Sigurðsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir starfsmaður Skipulags- og umhverfisstofu
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag, breyting vegna Grenja-hafnarsvæðis.

1204103

Gylfi Guðjónsson kynnir tillögu að breytingu.

Lagt er til við bæjarstjórn að farið verði með breytinguna samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillagan send Skipulagsstofnun til umfjöllunar.

2.Grenjar-hafnarsvæði, deiliskipulag

1202219

Athugsemdir frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Fornleifavernd. Gylfi Guðjónsson mætir á fundinn.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Æðaroddi - endurskoðað deiliskipulag

1004078

Lagður fram uppdráttur með breytingu á afmörkun lóða.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Smiðjuvellir deiliskipulag.

1204088

Fyrirspurn Ómars Péturssonar byggingarfræðings um hvort fengist aukning á nýtingarhlutfalli lóðarinnar Kalmansvellir 6 f.h. Akraborg ehf.

Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur byggingar- og skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga.

5.Frumvarp um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs, mál nr. 55/2003

1203148

Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið.

Lagt fram.

6.Myrkurgæði og ljósmengun

1204073

Tölvupóstur Ingu Sigrúnar frá 12. apríl s.l. varðandi ljósmengun og myrkurgæði.

Lagt fram.

7.Sjálfbært vatnafar - málþing

1204031

Tölvupóstur frá 4. apríl s.l. varðandi málþing um sjálfbært vatnafar.

Lagt fram.

8.Umhverfisvaktin við Hvalfjörð - mælingar á mengandi efnum í neysluvatni.

1201426

Fundarboð.

Lagt fram.

9.Garðabraut 4-6 umsókn um viðbyggingu

1112035

Afgreiðsla byggingarleyfis kynnt.

Lagt fram.

10.Vesturgata 43 umsókn um að setja útihurð á suðvesturhlið hússins

1203202

Afgreiðsla byggingarleyfis kynnt.

Lagt fram.

11.Kirkjubraut 46 umsókn um viðbygginu.

1203189

Afgreiðsla byggingarleyfis kynnt.

Lagt fram.

12.Esjubraut 4 umsókn um stækkun á núverandi bílastæði.

1204042

Afgreiðsla byggingarleyfis kynnt.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00