Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

69. fundur 22. desember 2008 kl. 16:00 - 18:15

69. fundur skipulags- og byggingarnefndar, haldinn  í fundarherbergi, Dalbraut 8, mánudaginn 22. desember 2008 og hófst hann kl. 16:00.

_____________________________________________________________

Fundinn sátu:

Bergþór Helgason, formaður

Björn Guðmundsson, aðalmaður

Guðmundur Magnússon, aðalmaður

Helga Kristín Haug Jónsdóttir, aðalmaður

Magnús Guðmundsson, aðalmaður

Haraldur Helgason, áheyrnarfulltrúi

Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Runólfur Þór Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Guðný J. Ólafsdóttir, starfsmaður tækni- og umhverfissviðs

Fundargerð ritaði:  Guðný Ólafsdóttir,

_____________________________________________________________ 

    Byggingarmál:

 

1.

0812120 - Smiðjuvellir 4, umsókn um viðbyggingu

Umsókn Eiríks Vignissonar kt.230466-3199 f.h. Vignir G. Jónssonar ehf um heimild til viðbyggingar samkvæmt aðaluppdráttum Vignis Jónssonar tæknifræðings. Viðbyggingin er úr forsteyptum samlokueiningum og þak úr stálsperrum og yleiningum sem einangrun og veðurkápa.Stærð: 675,0m2

Gjöld kr.  7.941.476,-kr.

Bókun byggingarfulltrúa:

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 18.12.2008

Lagt fram.

 

2.

0812122 - Ketilsflöt 2, umsókn um breytingu á geymslum á lóð

Umsókn Ragnars Ragnarssonar verkefnisstjóra Akraneskaupstaðar f.h. Akraneskaupstaðar um heimild til að breyta uppbyggingu og útliti á útigeymslum á lóð leikskólans að Ketilsflöt 2, samkvæmt aðaluppdráttum Sveins Valdimarssonar verkfræðings.

Gjöld kr. 11.609,-kr

Bókun byggingarfulltrúa:

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 17.12.2008

Lagt fram.

 

3.

0812094 - Smiðjuvellir 28, Breytingar á aðaluppdráttum

Umsókn Gunnars Þórs Garðarssonar kt: 070148-4209 f.h. Skagastáls ehf um breytingar á áður samþykktum aðaluppdráttum samkvæmt uppdráttum frá Jóhannesi Ingibjartssyni byggingarfræðing. Breytingin felst í því að að öll milligólf eru fjarlægð úr húsinu og megnið ef sérrýmum utan þjónusturýma.Alls minnkar gólfflötur hússins um 843,3m2

Endurgreidd gatnagerðargjöld kr. - 5.872.741,-kr

Bókun byggingarfulltrúa:

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 18.12.2008

Lagt fram.

 

 

 

4.

0812138 - Umsókn um tímabundið stöðuleyfi fyrir sumarhús.

Umsókn Skúla H. Guðbjörnssonar kt: 240165-3179 f.h. Bland í poka ehf um heimild á tímabundnu stöðuleyfi fyrir þjónustuhús við tjaldstæði og/eða sumarhús á lóðinni Smiðjuvöllum 15. Á umsókn er samþykki lóðarhafa.

Gjöld kr. 23.217,-kr

Bókun byggingarfulltrúa:

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 18.12.2008

ATH-Stöðuleyfið gildir til 31.12.2009

Lagt fram.

 

Skipulagsmál:

 

5.

0812088 - Smiðjuvellir 26 - byggingarreitur

Greinargerð sviðsstjóra.

Á grundvelli greinargerðar sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs dags. 22.12.2008 vegna Smiðjuvalla 26 tekur skipulags- og byggingarnefnd jákvætt í beiðni bréfritara um að auka nýtingarhlutfall lóðarinnar Smiðjuvellir 26.

Umsækjandi þarf að leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir nefndina þar sem gerð verði grein fyrir byggingaráformum, bílastæðum og öðru sem máli skiptir.

Fyrirhuguð starfsemi við harðfiskverkun getur samræmst núgildandi ákvæðum um landnotkun svæðisins, enda verði veitt nauðsynleg starfsleyfi vegna slíks. 

 

6.

0810182 - Krókatún - Deildartún

Nýr deiliskipulagsuppdráttur frá Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur arkitekt, lagður fram.

Sviðstjóra falið að koma athugasemdum við uppdrátt og greinargerð á framfæri við hönnuð.

Nefndin óskar eftir því að málið verði tekið fyrir aftur á næsta fundi.

 

 

7.

0805001 - Leynislækur, byggingarsvæði

Sviðsstjóri lagði fram og kynnti nýjar hugmyndir að nýtingu svæðisins sem unnar hafa verið af Kanon arkitektum.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að grænt svæði milli Leynisbrautar og Víðigrundar verði deiliskipulagt sem útivistarsvæði í samræmi við aðalskipulag. Nefndin telur ekki þörf á að taka svæðið undir íbúabyggð enda er nú nægt framboð lóða fyrir sérbýlishús í 2. áfanga Skógahverfis.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00