Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

66. fundur 03. nóvember 2008 kl. 16:00 - 17:00

66. fundur skipulags- og byggingarnefndar, haldinn  í fundarherbergi, Dalbraut 8, mánudaginn 3. nóvember 2008 og hófst hann kl. 16:00

 

 

Fundinn sátu:

Bergþór Helgason, formaður

Björn Guðmundsson, aðalmaður

Helga Kristín Haug Jónsdóttir, aðalmaður

Magnús Guðmundsson, aðalmaður

Guðmundur Magnússon, aðalmaður

Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Runólfur Þór Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Guðný J. Ólafsdóttir, starfsmaður tækni- og umhverfissviðs

 

Fundargerð ritaði:  Guðný Ólafsdóttir.

 

Byggingarmál:

 

1.

0810166 - Smiðjuvellir 17, afturköllun byggingarleyfis á millilofti í rými 0101

Umsókn Magnúsar Óskarssonar kt: 200252-3499 f.h. Bílás ehf um afturköllun á byggingarleyfi fyrir millilofti í eignarrými 0101. Einnig er verið að leiðrétta stærðartöfluna fyrir húsið vegna eignarrýmis 0103.Minnkun gólfflatar er 336,0m2

Bókun byggingarfulltrúa:Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 30.10.2008 Gera skal viðauka við eignarskiptayfirlýsingu vegna þessara leiðréttinga.

Afgreiðslugjöld kr. 10.854,-kr.

Endurgreidd gatnagerðargjöld kr. -2.966.880,-kr.

Endurgreiðsla alls -2.956.026,-kr.

Lagt fram.

 

2.

0810148 - Kirkjubraut 48, innbyrðis breyting. Æskulýðshús gert að íbúð

Umsókn Kolbrúnar Kjarvals um heimmild til að breyta notkun á húsinu úr æskulýðshúsi í íbúð, samkvæmt aðaluppdráttum Sigurgeirs Aðalsteinssonar arkitekts.

Bókun byggingarfulltrúa:Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 27.10.08

Gjöld kr. 10.854,-

Lagt fram.

 

3.

0810108 - Jörundarholt 226, umsókn um viðbyggingu (sólskála)

Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar f.h. Magnúsar H Sólmundssonar um heimild til að reisa sólstofu við húsið, samkvæmt aðaluppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts. Sólstofan er á steyptum sökkli og plötu og burðarvirki úr timbri og klædd tvöföldu K-gleri. Samhliða þessu verða gerðar endurbætur á gluggum hússins m.t.t. björgunaropa.

Bókun byggingarfulltrúa:Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 23.10.2008

Gjöld kr. 155.677,-kr.

Lagt fram.

 

Skipulagsmál:

 

4.

0810183 - Sólmundarhöfði 2

Akraneskaupstaður hefur keypt húsin - spurning um framtíð þeirra.

Skipulags- og byggingarnefnd vekur athygli á að annað umræddra húsa þarfnast umfjöllunar húsafriðunarnefndar vegna aldurs.

Nefndin telur eðlilegt að hagsmunaaðilar s.s. stjórnendur Höfða og fulltrúar Akranesstofu hittist ásamt fulltrúa skipulags- og byggingarnefndar til að ræða framtíð útivistasvæðisins á Sólmundarhöfða.

 

5.

0810182 - Krókatún - Deildartún

Ný tillaga frá Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur arkitekt lögð fram.

Sviðsstjóra falið að fylgja því eftir að deiliskipulagsdrög verði unnin áfram á þeim grundvelli sem rætt var á fundinum.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:00

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00