Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

65. fundur 20. október 2008 kl. 16:00 - 19:00

65. fundur skipulags- og byggingarnefndar, haldinn  í fundarherbergi, Dalbraut 8,  mánudaginn 20. október 2008 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:

Bergþór Helgason, formaður

Björn Guðmundsson, aðalmaður

Helga Kristín Haug Jónsdóttir, aðalmaður

Guðmundur Magnússon, aðalmaður

Guðmundur Páll Jónsson, aðalmaður

Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Runólfur Þór Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði:  Runólfur Þ. Sigurðsson, fundarritari

  

Fyrir tekið:

 

1.

0806012 - Höfðasel 15 stöðuleyfi fyrir gáma og plan.

Umsókn Bjarna Vésteinssonar byggingafræðings f.h. Gámaþjónustunnar hf um heimild til stöðuleyfis á 6 stk. skrifstofu- og þjónustugáma á lóð Gámaþjónustunnar hf samkvæmt aðaluppdráttum Bjarna vésteinssona byggingarfræðings þar sem fram kemur staðsetning og fyrirkomulag þeirra á lóð.Bókun byggingarfulltrúa:Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 10.10.2008Stöðuleyfið gildir til 30.10.2009Gjöld kr. 75.976,-

Lagt fram.

2.

0810101 - Brekkubraut 8, enduruppbygging og stækkun anddyris.

Umsókn Viðar Steins Árnasonar kt. 170576-5009 f.h. Sveinbjörns um heimild til að endurbyggja og stækka anddyrið samkvæmt aðaluppdráttum Viðars Steins Árnasonar byggingafræðings. Anddyrið er úr timbri og klætt að utan til samræmis við húsið.Stækkun er : Anddyri stækkar úr 2,5m² í 4,7m², þ.e. stækkun um 2,2m²Bókun byggingarfulltrúa:Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 15.10.2008Gjöld kr. 121.559,-kr.

Lagt fram.

3.

0810012 - Leiðbeiningar um byggingu geymsluskúra á íbúðarhúsalóðum á Akranesi.

Áður frestaðri tillögu byggingarfulltrúa sem varðar leiðbeiningar um byggingu geymsluhúsa á íbúðalóðum á Akranesi.

Skipulags og byggingarnefnd leggur til að að leiðbeiningar um byggingu geymsluskúra innan lóðarmarka einbýlis-, rað- og parhúsa verði samþykktar og birtar á heimasíðu sveitafélagsins.

4.

0810109 - Kynning á vinnureglum til beitingar dagsekta.

Kynning byggingarfulltrúa á vinnureglum vegna vinnuferla m.t.t. dagsektarúrræða.

Til kynningar.

5.

0809037 - Kirkjubraut - deiliskipulag.

Árni Ólafsson og Hrund Skarphéðinsdóttir skipulagshönnuðir mættu á fundinn.

Ráðgjafar kynntu fyrstu hugmyndir að þéttingu byggðar með Kirkjubraut, frá Merkigerði að Stillholti.

6.

0804173 - Skógahverfi 3. áfangi - deiliskipulag.

Árni Ólafsson og Hrund Skarphéðinsdóttir skipulagshönnuðir mættu á fundinn.

Ráðgjafar fóru yfir drög að stækkun svæðisins og breytingu á landnýtingu meðfram Þjóðbraut.

7.

0801023 - Aðalskipulag - endurskoðun.

Árni Ólafsson og Hrund Skarphéðinsdóttir skipulagshönnuðir mættu á fundinn.

Árni og Hrund gerðu grein fyrir endurskoðun á mannfjöldaspá gildandi aðalskipulags.

 

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00