Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

59. fundur 30. júní 2008 kl. 16:00 - 18:00

59. fundur skipulags- og byggingarnefndar, haldinn í fundarherbergi, Dalbraut 8, mánudaginn 30. júní 2008 og hófst hann kl. 16.00.

_____________________________________________________________

 

Fundinn sátu:

Bergþór Helgason, formaður

Helga Kristín Haug Jónsdóttir, aðalmaður

Magnús Guðmundsson, aðalmaður

Björn Guðmundsson, aðalmaður

Haraldur Helgason, varamaður

Runólfur Þór Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir, starfsmaður tækni- og umhverfissviðs

 

Fundargerð ritaði:  Guðný Ólafsdóttir, fundarritari

_____________________________________________________________ 

Byggingarmál.

1. 0806007 - Tindaflöt 12 niðurrif á bílgeymslu
Umsókn Hákons Svavarssonar f.h. Stefán Lárus Pálssonar um heimild til að rífa bílgeymslu á lóðinni Tindaflöt 12 mhl. 02-0101.

Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann  14.02.2008
Aflýsa skal veðböndum ef einhver eru á húsinu, fyrir niðurrif hússins.
ATH. Með vísan í 17. grein gjaldskrá gatnagerðagjalds segir orðrétt:
?Nýti lóðarhafi ekki rétt sinn til byggingar innan fjögurra ára, fellur niður réttur hans til nýtingar á gatnagerðargjaldi rifins húss upp í nýtt?.
Stærð þess sem rifið verður er 41,5 m².  
Gjöld. 10.297,--kr.
Lagt fram.

2. 0806048 - Vitateigur 2, breyting á gluggapóstum
Umsókn Ingvars Ingvasonar um heimild til að breyta gluggapóstum hússins samkvæmt meðfylgjandi rissi.

Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 19.06.2008
Gjöld:            10.297,-kr.
Lagt fram.

3. 0806062 - Heiðarbraut 47 niðurrif á bílgeymslu
Umsókn Jóhannesar Björnssonar og Petru Marteinsdóttur  um heimild til að rífa  bílgeymslu, mhl. 02-0101. Stærð þess sem rifið verður er 28,0m².
  
Gjöld: 10.297,--kr.Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann  23.06.2008
Aflýsa skal veðböndum ef einhver eru á húsinu, fyrir niðurrif hússins.
ATH. Með vísan í 17. grein gjaldskrá gatnagerðagjalds segir orðrétt:
?Nýti lóðarhafi ekki rétt sinn til byggingar innan fjögurra ára, fellur niður réttur hans til nýtingar á gatnagerðargjaldi rifins húss upp í nýtt?.
Lagt fram.

4. 0804165 - Birkiskógar 10, umsókn um bygginarleyfi
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts f.h. Gunnars Torfasonar um  heimild til að breyta áður samþykktu húsi sem samþykkt var 18.07.2006.
  Verið er að minnka húsið og stokka upp  fyrirkomulagi og útliti þess samkvæmt aðaluppdráttum Magnúsar H. Ólafsonar arkitekt.
Einnig er verið að skipta um aðalhönnuð hússins. Meðfylgjandi er samþykkt Einars Ólafssonar arkitekts þar sem hann segir sig af því húsi sem áður var samþykkt frá honum á lóðinni.
Minnkun á húsi er 51,7 m2
Endurgreiðsla á gjöldum  alls 480.508,--kr. vegna minnkunar á húsi.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann  24.06.2008
Lagt fram.

5. 0806068 - Vogabraut 32, breyting á sólstofu
Umsókn Guðmundar Guðmundssonar  um að byggja þak yfir svalir og stækka þær með því að minnka sólstofu eftir aðaluppdráttarteikningum Jóhannesar Ingibjartssonar byggingarfræðings.
Minnkun sólstofu er alls 4,1m2 og 10,3m3
Gjöld :  10.297,-kr.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann  25.06.2008
Lagt fram.

6. 0806022 - Vesturgata 67, breyta gluggum samkv. rissi
Umsókn Soffíu Jónasdóttur um heimild til að breyta glugga á vesturhlið hússins samkvæmt meðfylgjandi rissi. Meðfylgjandi er einnig samþykki meðeigenda neðri hæðar hússins.
Gjöld:  10.297,-kr
Lagt fram.

Skipulagsmál

7. 0806049 - Sólmundarhöfði 5 - deiliskipulagsbreyting
Erindi Magnúsar H. Ólafssonar dags. 16. júní 2008 f.h. Dvalarheimilisins Höfða þar sem óskað er eftir breytingu á skipulagi lóðarinnar.

Nefndin leggur til að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga númer 73/1997 með þeim smávægilegu breytingum sem um var rætt á fundinum.

8. 0805004 - Blómalundur 2-4, deiliskipulagsbreyting
Breytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Athugasemdafrestur rann út 17. júní, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

9. 0805021 - Suðurgata 93 - deiliskipulagsbreyting
Breytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Athugasemdafrestur rann út 17. júní 2008.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

10. 0806079 - Sunnubraut - umferðarmál
Skipulags- og byggingarnefnd tekur umferðamál á Sunnubraut til umfjöllunar.
Nefndin leggur til að leitað verði álits lögreglu á málinu.

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.   17.30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00