Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

58. fundur 16. júní 2008 kl. 16:00 - 17:15

58. fundur skipulags- og byggingarnefndar, haldinn í fundarherbergi, Dalbraut 8, mánudaginn 16. júní 2008 og hófst hann kl. 16.00.


 Fundinn sátu:  Bergþór Helgason, aðalmaður

                       Helga Kristín Haug Jónsdóttir, aðalmaður

                      Guðmundur Magnússon, aðalmaður

                      Björn Guðmundsson, aðalmaður

                      Guðmundur Páll Jónsson, varamaður

                      Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

                      Hafdís Sigurþórsdóttir, fundarritari

 


 Fundargerð ritaði:  Hafdís Sigurþórsdóttir, fundarritari

  Fyrir tekið:

 1. 0806042 - Kirkjubraut 11, umsókn um viðbyggingu
Umsókn Ingólfs Árnasonar f.h. I.Á. - Hönnunar ehf. um heimild til að byggja við núverandi húsnæði að Kirkjubraut 11 samkvæmt aðaluppdráttum Þorsteins Haraldssonar byggingarfræðings.
Erindið hefur verið afgreitt af byggingarfulltrúa samkvæmt samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúans á Akranesi nr. 842/2000.
Bókun byggingarfulltrúa:
Á grundvelli fyrirspurnar Í. Á. - Hönnunar ehf. til skipulags- og byggingarnefndar um stækkun þessa og sem tekin var fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 02.06.2008 er þessari umsókn um stækkun hafnað af byggingarfulltrúa.
Erindið samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
2. 0805048 - Jaðarsbakkar 1, umsókn um sundlaug og sundlaugarhús
Umsókn Gunnars Borgarssonar kt. 180358-4129 f.h. Akraneskaupstaðar um heimild til að byggja nýtt sundlaugarhús og sundlaug á lóðinni samkvæmt aðaluppdráttum Gunnars Borgarssonar arkitekts.
Stærðir: 2.682,6 m2 og 14.688,44m3
Gjöld: 3.879.162,-kr.
Erindið hefur verið afgreitt af byggingarfulltrúa samkvæmt samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúans á Akranesi nr. 842/2000
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 07.05.2008
3. 0806027 - Kirkjubraut 48 (Arnardalsreitur)- skipting lóðar
Beiðni bæjarritara um að skipta lóð vegna fyrirhugaðrar sölu á húsinu Arnardal annars vegar og fyrirhugaðri úthlutun á hinum helming lóðarinnar undir bílastæði.
Skipulags- og bygginarnefnd leggur til að skipulagsbreytingin verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum að Kirkjubraut 46, 48 og 50, Háholti 10 og 12, Arnarholti 3 og Skagabraut 9-11-13. Samanber 2.mgr. 26. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr.73 frá 1997.
4. 0806046 - Æðaroddi 48-50 - deiliskipulagsbreyting
Bréf Jóns Árnasonar dags. 4.6.2008 þar sem hann óskar eftir að lóðirnar númer 48 og 50 verði sameinaðar og byggingarreit breytt.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsbreytingin verði grenndarkynnt lóðarhöfum að Æðarodda 16, 17, 36 og 40, samanber 2.mgr. 26. gr. Skipulag- og bygginarlaga nr. 73 frá 1997.
Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.   17:15


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00