Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

56. fundur 19. maí 2008 kl. 16:00 - 18:00

56. fundur skipulags- og byggingarnefndar, haldinn í fundarherbergi, Dalbraut 8, mánudaginn 19. maí 2008 og hófst hann kl. 16.00.

Fundinn sátu:  Bergþór Helgason, formaður

                       Helga Kristín Haug Jónsdóttir, aðalmaður

                       Guðmundur Magnússon, aðalmaður

                       Björn Guðmundsson, aðalmaður

                       Guðmundur Páll Jónsson, varamaður

                       Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

                       Runólfur Þór Sigurðsson, byggingarfulltrúi

                       Guðný J. Ólafsdóttir, starfsmaður tækni- og umhverfissviðs

Fundargerð ritaði:  Guðný Ólafsdóttir, fundarritari

Fyrir tekið:

1. 0805033 - Jaðarsbakkar 1, Akraneshöll viðbygging.
Umsókn Gunnars Borgarssonar  kt. 180358-4129  f.h. Akraneskaupstaðar um heimild til að byggja nýtt sundlaugarhús og sundlaug á lóðinni samkvæmt aðaluppdráttum Gunnars Borgarssonar arkitekts.
Stærðir 2.682,6 m2 og 14.688,4m3
Gjöld: 3.879.162,-kr.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 07.05.2008

2. 0805044 - Vesturgata 70, enduruppbygging á bílskúr.
Umsókn Jóhanns um heimild til að endurbyggja bílgeymslu sína úr stálgrind samkvæmt aðaluppdráttum Guðmundar Gunnarssonar tæknifræðings.
Gjöld: 10.097,- kr.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 09.05.2008

3. 0805013 - Umsókn um að rífa smá viðbyggingu og byggja aðra við húsið Kirkjubraut 46.
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts f.h. Einars um að fá að rífa 3,2 m2 viðbyggingu og byggja tveggja hæða stækkun við húsið.
Undangengin er skipulagsbreyting vegna þessara framkvæmda.
Stækkun viðbyggingar: 11,4 m2 og 17,2 m3
Gjöld: 249.596,- kr.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 06.05.2008.

4. 0805039 - Húsverndarsjóður 2008.
Umsóknir um styrki úr húsverndarsjóði lagðar fram.

5. 0805038 - Vesturgata 130, utanhúsklæðning suðurhliðar og enduruppbygginga útveggja.
Umsókn umsjónarmanns fasteigna Akraneskaupstaðar Kristjáns Gunnarssonar f.h. Akraneskaupstaðar um heimild til að endurbyggja veggi suðurhliðar og klæða hliðar með sléttri MEG-klæðningu ásamt báraðri álklæðningu. Gluggar 2. hæðar verða síkkaðir um 10cm og andyrri þekju endurbyggt.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 08.05.2008.

6. 0805060 - Nýlendureitur - deiliskipulag
(úr svæði Vesturgata - Grenjar)

Deiliskipulagið var auglýst skv. 1. mgr. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Athugasemdafrestur rann út þann 17. apríl 2008.
Ein athugasemd barst, frá eiganda húss við Merkurteig 10.
Skipulags- og byggingarnefnd fór yfir athugasemd og fól sviðsstjóra að vinna greinargerð.
Greinargerð Guðlaugar Ernu Jónsdóttur arkitekts lögð fram ásamt skuggavarpi kl. 10, 12 og 18 þann 21. júní.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að hönnuði verði falið að koma með tillögur að viðbyggingum við bakhlið húsa þar sem sá kostur er fyrir hendi.

7. 0804176 - Krókalón - deiliskipulag.
Greinargerð Ívars Pálssonar hdl. lögð fram.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að framkomin andmæli við deiliskipulagstillögu við Krókalón verði afgreidd með eftirfarandi hætti:
1. Athugasemd Sigríðar Arnórsdóttur Vesturgötu 61.
Lagt er til að komið verði til móts við óskir hennar um stækkun byggingarreits og breytingu á skilmálum í samræmi við áður samþykkt byggingarleyfi.
2. Athugasemdir 17 aðila við Vesturgötu. (úr húsum við Vesturgötu 89, 93, 95, 97, 101, 103, 105, 109 og 113)
Ekki er hægt að verða við óskum íbúanna.
3. Bréf Kára Haraldssonar dags. 23. mars 2008.
Ekki er hægt að verða við óskum bréfritara.
Skipulags- og byggingarnefnd byggir niðurstöðu sína á greinargerð lögfræðistofunnar Landslög sem unnin hefur verið fyrir nefndina.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeirri breytingu sem fram kemur í lið 1.

8. 0805061 - Aðalfráveitukerfi á Akranesi - framkvæmdaleyfi.
Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu aðalfráveitukerfis á Akranesi með tilheyrandi hreinsi- og dælustöðvum.
Afgreiðslu frestað.

 

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.   18.00


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00