Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

48. fundur 05. febrúar 2008 kl. 17:00 - 19:00

48. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 5. febrúar 2008 kl. 17:00.

 


 

Mætt á fundi:                    Bergþór Helgason formaður

                                       Magnús Guðmundsson

                                       Helga Jónsdóttir

                                       Guðmundur Magnússon

                                       Björn Guðmundsson

Auk þeirra voru mætt:          

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs,  Runólfur Þór Sigurðsson byggingarfulltrúi,  Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

                       

 

Byggingarmál:

 

1.

Laugarbraut 19, Setja glugga í kjallara sem áður var búið að loka

(000.863.06)

Mál nr. SB080010

 

290973-4069 Árni Guðmundur Guðmundsson, Laugarbraut 19, 300 Akranesi

Umsókn Árna um að gera göt á kjallara fyrir glugga þar sem áður var búið að steypa í, þar sem áður höfðu verið tveir gluggar á  götuhlið hússins.

Gjöld:   9.163,-kr

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 29.01.2008

 

 

2.

Sólmundarhöfði 7, Breyting og stækkun á íbúðarblokk

(000.684.06)

Mál nr. SB080011

 

530289-1339 JB Byggingafélag ehf, Bæjarlind 4, 201 Kópavogur

Umsókn  JB byggingarfélags ehf um heimild til þess að breyta útliti veðurkápu hússins, einangra að innan í stað utan og breyta innra fyrirkomulagi í kjallara ásamt óverulegri stækkun á hússinu samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Pálma Guðmundssonar arkitekts.

Stækkun húss 8,3m2

Gjöld kr.:  63.838,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 04.02.2008

 

      

Skipulagsmál:

 

  

3.

Krókalón, deiliskipulag

 

Mál nr. SB060066

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Tillaga að deiliskipulagi Krókatún - Vesturgata frá Arkitektum Gunnar og Reynir sf lögð fram.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

 

           

4.

Vallholt 5, aðalskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB070206

 

670503-2080 Hvipp ehf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Uppdráttur lagður fram þar sem óskað er eftir breytingu á landnotkun lóðarinnar númer 5 við Vallholt.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

 

5.

Sunnubraut 7, Erindi frá bæjarráði vegna fyrirspurnar um kaup á lóðarskika

(000.871.05)

Mál nr. SB080012

 

Bæjarráð hefur óskað umsagnar skipulags- og byggingarnefndar vegna óskar Hildar Jónsdóttur og Valmundar Eggertssonar um kaup á lóðarskika við lóðina nr. 7 við Sunnubraut.

Afgreiðslu málsins frestað.

 

  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00