Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

29. fundur 23. apríl 2007 kl. 16:00 - 17:30

29. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 23. apríl 2007 kl. 16:00.


 

Mætt á fundi:           

Sæmundur Víglundsson formaður

Hrafnkell Á Proppé

Magnús Guðmundsson

Helga Jónsdóttir

Guðmundur Magnússon

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Runólfur Þór Sigurðsson byggingarfulltrúi

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 


 Byggingarmál

1.

Húsfriðunarsjóður 2007, umsóknir um styrki

 

Mál nr. SB070086

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Eftirtaldir aðilar hafa skilað inn umsóknum um styrk úr Húsverndunarsjóði Akraness árið 2007 :

Húseignir og umsækjendur:

 

Vesturgata 24                        

María Þórunn Friðriksdóttur

 

Vesturgata 46 (Auðnar)

Guðmundir M. Þórarinsson og María Edda Sverrisdóttir

 

Mánabraut 9

Hallveig Skúladóttir

 

Presthúsabraut 28 (Litli-Teigur)

Jónas B. Guðmarsson og  Sigurborg Þórsdóttir

 

Skagabraut 41 (Fagragrund)    

Unnur Leifsdóttir

 

Bakkatún 20

Sigríður Hjartardóttir

 

Háteigur 2 (Minniborg)

Indíanna Unnarsdóttir og Sigurður Már Gunnarsson

 

Vesturgata 41

Kristinn Pétursson og Hildur Björnsdóttir

 

Presthúsabraut 29

Einungis umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins þar sem  fram kemur að aðili umsagnarbeiðni er Hilmar Magnússon

Lagt fram til kynningar, forstöðumaður byggðasafnsins gefur umsögn.

 

2.

Kirkjubraut  4-6, innbyrðis breytingar

(000.873.09)

Mál nr. SB070088

 

040146-2299 Daníel Daníelsson, Furugrund 29, 300 Akranesi

Umsókn Daníels um heimild til innbyrðis breytinga samkvæmt aðaluppdráttum Jóhannesar Ingibjartssonar byggingarfræðings. Breytingarnar felast í aðbreyta hluta 0201 úr skrifstofurými í íbúð aftur og 0301 úr skrifstofu í íbúð,  stækka verslun 0101 inn í rými sem áður tilheyrði Suðurgötu.  Hluti þess rýmis verði að stúdíoíbúð með aðkomu að Suðurgötu. Svæðið og lóðin sem áður tilheyrðu Suðurgötu eru búin að fara í skipulagsferli og tilheyra nú Kirkjubraut 4-6. 

Ekki er verið að búa til ný eignarrými. Gerður verður eignaskiptasamningur um eignirnar eftir þessi umskipti

Gjöld:  kr. 7157,--

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 04.04.2007

 

 

3.

Dalbraut 1 - Miðbæjarreitur, anddyri og breyting á innra skipulagi.

 

Mál nr. SB060092

 

600269-2599 Smáragarður ehf, Skemmuvegi 2a, 200 Kópavogur

Umsókn Elínar Gunnlaugsdóttur  kt: 011264-3449. f.h. Smáragarðs ehf  um heimild til þess að bæta anddyri við suðurenda og setja rýmingarleið á gafl og breyta innra skipulagi á þeirri álmu og einnig breyta innra skipulagi í B-eignarrými   samkvæmt  meðfylgjandi uppdráttum Elínar Gunnlaugsdóttur arkitekts.

Stækkun anddyris  18,1  m2 - 63,9m3

Gjöld kr.: 184.908 ,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 17.04.2007

 

4.

Víðigrund 18, Stækkun á húsi

(001.942.10)

Mál nr. SB070051

 

270959-5479 Halldór Jónsson, Háholti 3, 300 Akranesi

130755-5429 Dagrún Dagbjartsdóttir, Miðtún 16, 400 Ísafjörður

Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar arkitekt  f.h. Halldórs og Dagrúnar Dagbjartsdóttur um innbyrðis breytingar og stækkun á húsinu til suðvesturs. Stækkunin hefur farið í skipulagsferli með grenndarkynningu.

Stækkun.  9,3m2 og 25,1m3

Gjöld:         178.784,--kr.

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 16.04.2007

 

5.

Seljuskógar 7, nýtt einbýlishús

(001.637.27)

Mál nr. SB070085

 

110369-3019 Einar Benediktsson, Höfðabraut 2, 300 Akranesi

Umsókn Einars Benediktssonar kt: 110357-3019 um heimild til þess að reisa einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt  meðfylgjandi aðaluppdráttum Eyjólfs Valgarðssonar tæknifræðings.

Stærðir húss 204,3 m2 - 783,4 m3

Bílgeymsla     43,9 m2 - 154,7 m3

Gjöld kr.: 4.243.402 ,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 17.04.2007

  

6.

Smiðjuvellir 15, uppúrtekt fyrir bílastæðum og fylling

(000.541.05)

Mál nr. SB070089

 

480794-2069 Bifreiðastöð Þórðar Þ Þórð ehf, Dalbraut 6, 300 Akranesi

Umsókn Þórðar  Þ. Þórðarsonar  f.h. Bifreiðstöð ÞÞÞ

Um að taka upp úr og grafa niður á fast fyrir bílastæðum alls 2800m2 og fylla í þjöppuðum lögum með möl á lóðinni

Gjöld: 1.068.958,--kr.

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 17.04.2007

 

7.

Eikarskógar 5, nýtt einbýlishús

(001.637.09)

Mál nr. SB070097

 

150273-5019 Valgeir Þór Guðjónsson, Einigrund 7, 300 Akranesi

Umsókn Valgeirs  um heimild til þess að reisa einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt  meðfylgjandi uppdráttum Sæmundar Eyríkssonar verkfræðings.

Stærðir húss 158,7 m2 - 537,8 m3

Bílgeymsla      65,5 m2 - 187,2  m3

Gjöld kr.: 3.677.236 ,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 19.04.2007

 

Skipulagsmál 

 

8.

Leynislækur, byggingarsvæði

 

Mál nr. SB070078

 

681096-2219 Neshjúpur ehf., Reynigrund 44, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 12. apríl 2007 þar sem óskað er eftir að skipulags- og byggingarnefnd endurskoði fyrri afgreiðslu sína með tilliti til breytinga á aðalskipulagi.

Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar og felur sviðsstjóra að taka saman gögn um málið.

 

9.

Birkiskógar 4, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB070082

 

281273-3969 Steinunn Kristín Pétursdóttir, Bjarkargrund 14, 300 Akranesi

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að breytingin yrði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Eigendur næstu lóða þ.e. við Birkiskóga 2 og 6, og Skógarflatar 17 hafa skrifað undir samþykki við breytinguna.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

 

10.

Laugarbraut 6, Vesturgata 25 og 53., nýting lóða

 

Mál nr. SB070026

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarstjóra Gísla S. Einarssonar dags. 24. janúar 2007 þar sem hann óskar eftir tillögum frá sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs og skipulags- og byggingarnefnd um notkun lóðanna Laugarbraut 6 og Vesturgötu 25 og 53.

Málið var á dagskrá 20. febrúar en var þá frestað.

Tillögur lagðar fram á fundinum.

Nefndin leggur til að  lóðinni númer 6 við Laugarbraut  verði ekki breytt en bílastæðin verði malbikuð m.a. fyrir kirkjugesti.         

Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið á horni Vesturgötu og Krókatúns og því er lagt til að unnin verði tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið sem afmarkast af Vesturgötu, Krókatúni og Deildartúni.

Sviðsstjóra falið að koma með tillögu um skipulagshönnuð.

 

11.

Innnesvegur - Sólmundarhöfði - Dælustöð OR, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB070033

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Breyting á deiliskipulagi vegna byggingar dælustöðvar OR við Innnesveg.

Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagið verði samþykkt.

 

12.

Höfðasel 15, stækkun lóðar

 

Mál nr. SU050081

 

520789-0739 Gámaþjónusta Akraness ehf, Smáraflöt 2, 300 Akranesi

Tillaga Magnúsar H. Ólafssonar að breyttu skipulagi lögð fram.

Deiliskipulagið var auglýst skv. 1. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagið verði samþykkt.

 

13.

Smiðjuvellir 32, innkeyrsla

 

Mál nr. SB060085

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Erindi Hermanns Gunnlaugssonar landslagsarkitekts þar sem hann f.h. Sveinbjörns Sigurðssonar ehf. óskar eftir deiliskipulagsbreytingu þar sem innakstur verði leyfður af Þjóðbraut inná lóð númer 32.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með smávægilegum breytingum sem ræddar voru á fundinum.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00