Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

14. fundur 15. nóvember 2006 kl. 16:00 - 18:45

14. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, miðvikudaginn 15. nóvember 2006 kl. 16:00.


 

Mætt á fundi:           

Magnús Guðmundsson,

Helga Jónsdóttir,

Sæmundur Víglundsson formaður,

Hrafnkell Á Proppé,

Bergþór Helgason

Auk þeirra voru mætt:

Runólfur Þ. Sigurðsson byggingarfulltrúi, Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

 


 

1.

Húsverndunarsjóður, úthlutun styrks.

 

Mál nr. BN060018

 

070563-4799 Valdimar Magnús Ólafsson, Vesturgata 51, 300 Akranesi

270566-5029 Ragnheiður Ósk Helgadóttir, Vesturgata 51, 300 Akranesi

Úthlutun styrks úr húsverndunarsjóði til Valdimars M Ólafssonar og Ragnheiðar Ó. Helgadóttur að upphæð kr. 400.000,-

Sæmundur Víglundsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar kynnti forsendur og niðurstöðu nefndarinnar vegna styrkveitingar árið 2005. Afhenti hann síðan húseigendum, Valdimari M. Ólafssyni og Ragnheiði Ó. Helgadóttur sem gat ekki mætt.

 

2.

Stekkjarholt 15, breytt útlit á gluggum

(000.821.06)

Mál nr. SB060107

 

090185-3579 Kristófer Jónsson, Stekkjarholti 15, 300 Akranesi

081086-3039 Anna Ósk Sigurgeirsdóttir, Stekkjarholti 15, 300 Akranesi

290442-3039 Iðunn Jómundsdóttir, Stekkjarholt 15, 300 Akranesi

Umsókn Önnu og Iðunnar  um heimild til að breyta gluggapóstum á húseigninni Stekkjarholti 15, eins og fram kemur á meðfylgjandi rissi.

Gjöld kr. 5.827,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 6. nóv. 2006.

 

3.

Álmskógar 17, nýtt hús

 

Mál nr. SB060097

 

110274-4599 Dagur Þórisson, Reynigrund 42, 300 Akranesi

Umsókn Dags Þórissonar um heimild til þess að reisa einbýlihús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt  meðfylgjandi uppdráttum Ómars Péturssonar byggingarfræðings.

Stærðir húss 141,8 m2- 468,3 m3

bílgeymsla      32,1 m2-    99,6 m3

Gjöld kr. 2.646.926 ,-

Samþykkt af byggingafulltrúa þann 6. nóv. 2006

 

4.

Álmskógar 15, nýtt hús

 

Mál nr. SB060095

 

270352-2869 Valgerður Sveinbjörnsdóttir, Vogabraut 36, 300 Akranesi

Umsókn Valgerðar Sveinbjörnsdóttur um heimild til þess að reisa einbýlihús með innbyggðri bílgeymslu, samkvæmt  meðfylgjandi uppdráttum Stefáns Ingólfssonar arkitekts.

Stærðir húss 174,9 m2- 634,3 m3

bílgeymsla      35,3 m2- 110,9 m3

Gjöld kr.: 2.947.945 ,-

Samþykkt af byggingafulltrúa  3. nóv. 2006

 

5.

Smiðjuvellir 17, nýtt  verslunarhús.

(000.541.06)

Mál nr. SB060055

 

630688-1249 Bílás ehf, Þjóðbraut 1, 300 Akranesi

Umsókn Magnúsar Óskarssonar kt. 200252-3499 f.h. Bíláss ehf. um heimild til þess að reisa verslunarhús, samkvæmt  meðfylgjandi uppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.

Stærðir húss 1.178,0 m2- 8.414,9 m3

Gjöld kr.:  12.755.457,-

Samþykkt af byggingafulltrúa þann 9. nóv. 2006

 

6.

Innnesvegur 1, breyttir aðaluppdrættir

 

Mál nr. SB060103

 

621297-7679 Bílver ehf, Akursbraut 13, 300 Akranesi

Umsókn Lúðvíks Davíðs Björnsonar f.h. Bílvers ehf. um heimild til að breyta aðaluppdráttum hússins og skipta húsinu í tvo eignarhluta, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum  Lúðvíks D. Björnsson tæknifræðings.

Samþykkt af byggingafulltrúa þann 10. nóv. 2006

 

7.

Skógarhverfi, deiliskipulag - 2. áfangi

 

Mál nr. SU060019

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Afgreiðsla tillögunnar.

Gylfi Guðjónsson arkitekt og Hrund Skarphéðinsdóttir verkfræðingur komu á fundinn og fóru yfir tillöguna ásamt byggingarskilmálum. Ákveðið var að gera smávægilegar orðalagsbreytingar á greinargerð sem arkitekt mun ganga frá. 

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir nýtt deiliskipulag 2. áfanga Skógarhverfis og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst samkvæmt 25. gr. Skipulags- og bygginarlaga nr. 73/1997.

 

8.

Akurgerði 5, fyrirspurn.

(000.861.14)

Mál nr. SB060109

 

070483-3789 Björgvin Heiðarr Björgvinsson, Suðurgata 122, 300 Akranesi

Fyrirspurn Heiðars Björgvinssonar um að breyta verslunarhúsnæði (áður Traðarbakki) í íbúð.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt á erindið, en bendir á að skila þarf inn fullgildum teikningum og samþykki meðeigenda.

 

9.

Vogabraut 5, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB060111

 

681178-0239 Fjölbrautaskóli Vesturlands, Vogabraut 5, 300 Akranesi

Fyrirspurn Magnúsar H. Ólafssonar um breytingu á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt á erindið, en bendir á að skila þarf þarf inn uppdráttum vegna deiliskipulagsbreytingarinnar.

 

10.

Hótel á Garðavelli, umsögn

 

Mál nr. SB060063

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Erindi Guðmundar Egils Ragnarssonar, Guðjóns Theódórssonar og Ragnars Márs Ragnarssonar ásamt meðfylgjandi uppdráttum þar sem gerð er grein fyrir hugmyndum og einnig tölvubréf frá formanni Golfklúbbsins Leynis.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið um byggingu hótels á Garðavelli og vísar til bókunar nefndarinnar frá 20. sept. sl.

Nefndin bendir fyrirspyrjendum á að eftirtöldum atriðum þarf að fullnægja áður en til framkvæmda getur komið.

 

  • Breyta verður aðalskipulagi Akraneskaupstaðar með tilliti til landnotkunar svæðisins.
  • Breyta verður deiliskipulagi golfvallarsvæðisins, þar sem byggingarlóðin er skilgreind hvað varðar staðsetningu, stærð nýtingarhlutfall, hæð bygginga o.s.frv.
  • Verði fyrirhuguð framkvæmd á vegum annarra aðila en Golfklúbbsins er nauðsynlegt að skilgreind verði sérstök byggingarlóð innan golfvallarsvæisins sem viðkomandi aili fái úthlutað til byggingar.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00