Fara í efni  

Ritnefnd um sögu Akraness (2001-2012)

55. fundur 02. mars 2005 kl. 15:30 - 16:45

Fundur nr. 55.  Ár 2005, miðvikudaginn 2. mars kom ritnefnd um sögu Akraness saman til fundar á skrifstofu bæjarstjóra og hófst hann kl. 15:30.


Mættir:                            Gísli Gíslason,

                                       Jón Gunnlaugsson,

                                       Guðmundur Páll Jónsson,

                                       Leó Jóhannesson.

 

Auk þeirra söguritari, Gunnlaugur Haraldsson.


1.  Staða söguritunar.

 

Gunnlaugur gerði grein fyrir viðræðum sínum við einstaka ritnefndarmenn um stöðu mála. Hann gerði grein fyrir hugmyndum um meðferð efnis til 1941.  Undanfarið hefur Gunnlaugur verið að afla heimilda í 3. bindi, en það er að hans sögn gríðarlegt verk og því verður ekki byrjað á því að skrifa það bindi saman fyrr en síðar.

Því er tillaga Gunnlaugs sú að hefja undirbúning að forsögunni og 1. bindi og einnig 2. bindi.  Vankantar við það fyrirkomulag er þó að erfitt kann að vera að klippa á viðburði og starfsemi sem fer fram yfir þann tíma.

Rætt var um hugmyndir að broti væntanlegrar útgáfu. Ætla má að samtals yrðu fyrstu tvö bindin um 1100 síður í ritmáli og 100 síður með myndefni.

 

Varðandi framgang málsins m.v. framangreinda hugmynd söguritara þá mætti stefna að útgáfu 1. og 2. bindis vorið 2006.

 

Með vísan til framangreinds samþykkir ritnefndin eftirfarandi:

 

1.  Þrátt fyrir að heimildaöflun við þriðja bindi sé orðin allnokkur er talsvert enn eftir.  Rétt er að fresta þeim verkþætti meðan öðrum verkefnum er lokið.

2.  Unnið verði að fullbúa handrit að 1. og 2. bindi (þ.e. frá landnámi til 1850 annars vegar og 1850-1941 hins vegar og búa þau undir prentun m.v. að þau verði gefin út vorið 2006.

3.  Frekari heimildaöflun og ritun 3. bindis bíði ákvörðunar næsta haust.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:45.

 

Gísli Gíslason (sign)

Guðmundur Páll Jónsson (sign)

Jón Gunnlaugsson (sign)

Leó Jóhannesson (sign)

Gunnlaugur Haraldsson (sign)

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00