Fara í efni  

Ritnefnd um sögu Akraness (2001-2012)

6. fundur 14. október 2002 kl. 18:00 - 19:00

Ár 2002, mánudaginn 14. október kom ritnefnd um sögu Akraness saman til fundar á skrifstofu bæjarstjóra og hófst fundurinn kl. 18:00.

Mættir: Gísli Gíslason,
 Jósef H. Þorgeirsson,
 Ólafur J. Þórðarson,
 Sigurður Sverrisson,
 Leó Jóhannesson.

Auk þeirra söguritari Gunnlaugur Haraldsson.

1. Staða verksins.

Gunnlaugur lagði fram vinnuplan að efnisskipan II. bindis sem nær frá 1851 til 1941.

Komið er efni á um 400 síður, en eftir er að vinna það frekar og auka nokkuð.

2. Framvinda verksins.

Rætt var um að halda vinnufundi um það efni sem komið er.  Samþykkt var að hittast á slíkum vinnufundi laugardaginn 26. október n.k. kl. 10:00 og verði þar farið yfir efnistök fyrstu 150 síðna verksins.  Í framhaldi verði ákveðinn svipaður fundur um yfirferð næsta áfanga.

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.

 Gísli Gíslason (sign)
 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Leó Jóhannesson (sign)
 Sigurður Sverrisson (sign)
 Ólafur J. Þórðarson (sign)

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00