Fara í efni  

Öldungaráð

11. fundur 27. apríl 2021 kl. 16:15 - 17:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Liv Aase Skarstad formaður
 • Kristján Sveinsson aðalmaður
 • Elínbjörg Magnúsdóttir aðalmaður
 • Elí Halldórsson aðalmaður
 • Jóna Á. Adolfsdóttir aðalmaður
 • Þjóðbjörn Hannesson aðalmaður
 • Ragnheiður Helgadóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Laufey Jónsdóttir
Fundargerð ritaði: Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar og mannréttindasviðs

1.Stoð- og stuðningsþjónusta - umsókn um starfsleyfi

2104152

Sameiginlegt mál um starfsleyfi með notendaráði fatlaðs fólks.

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar óskar eftir umsögn Notendaráðs varðandi umsókn um starfsleyfi í stuðnings- og stoðþjónustu. Gæða-og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur nú til meðferðar tvær umsóknir frá Ara Grétari Björnssyni kt. 231163-4689 f.h. Allirsáttir ehf. kt. 520121-3660. Umsóknirnar byggjast á 10. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og reglugerð um starfsleyfi til einkaaðila sem veita félagsþjónustu nr. 1320/2020 og einnig 7. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og reglugerð um starfsleyfi til einkaaðila sem veita þjónustu við fatlað fólk nr. 856/2020

Umsóknir eru dags. 23. júní 2020 og 13. apríl 2021.

Sótt um starfsleyfi til að veita eftirfarandi þjónustu:
Stuðnings- og stoðþjónustu, sbr. 26. gr. laga nr. 40/1991 og 8. gr. laga nr. 38/2018.

Samkvæmt gögnum hyggst umsækjandi sinna heimsendingu matar og stuðnings og stoðþjónustu.

Umsögnin skal byggja á málefnalegum rökum. Ennfremur er vakin athygli á því að lögum samkvæmt er óheimilt að afgreiða starfsleyfi sem byggir á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga liggi umsögn notendaráðs ekki fyrir. Er því brýnt að brugðist sé við beiðni þessari.

Óskað er eftir að umsögnin berist sem fyrst en eigi síðar en innan fjögurra vikna frá dagsetningu þessa bréfs sbr. eða þann 13. maí. nk.
Sameiginleg niðurstaða Notendaráðs um málefni fatlaðs fólks á Akranesi og Öldungaráðs er að veita Ara Grétari Björnssyni f.h. Allirsáttir ehf. jákvæða umsögn út frá upplýsingum frá starfsmönnum Velferðar- og mannréttindasviðs af samstarfi við hann og af hans störfum.

2.Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun

2102339

Á 149. fundur velferðar- og mannréttindaráðs sem haldinn var þann 7. mars 2021 var tekið fyrir erindi frá Alzheimersamtökunum þess efnis að bjóða Akraneskaupstað að taka þátt í innleiðingu á verkefninu Styðjandi samfélag. Alzheimersamtökin vilja með þessu markvisst innleiða Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun og leggja sitt af mörkum við að breiða út þekkingu um heilabilun og hjálpa þannig til við að brjóta niður þá fordóma sem fylgir greiningu. Með því er fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra hjálpa til að eiga innihaldsríkt líf þar sem samfélagið mætir þeim af virðingu, skilur vanda þeirra og aðstoðar eftir besta megni, því með stuðningi er hægt að lifa innihaldsríku lífi þrátt fyrir heilabilun. Samtökin vísa til þess að Akraneskaupstaður hefur verið mjög framarlega þegar kemur að þjónustu við fólk með heilabilun og áhugi starfsmanna um að sinna þessum málaflokki vel. Samtökin telja því jarðveginn afar frjóan og reiðubúinn í þetta verkefni.


Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir kynningu frá Alzheimersamtökunum. Jafnframt vísar velferðar- og mannréttindaráð málinu til umfjöllunar í Öldungaráði og leggur til að Öldungaráð fái sömu kynningu frá samtökunum.
Öldungaráð fagnar þessari hugmynd og vonast til að málið fái hljómgrunn innan bæjarstjórnar þar sem heilabiluðum fari fjölgandi í samfélaginu.

3.Reglur um akstursþjónustu fyrir aldraða

2011027

Fyrir liggja reglur um akstursþjónustu fyrir aldraða. Velferðarráð hefur fjallað um reglurnar og áður en til ákvörðunar kemur er óskað eftir umsögn frá Öldungaráði.
Öldungaráð lýsir yfir stuðningi sínum með fyrirhuguð drög að reglum um akstursþjónustu aldraðra.

Fundi slitið - kl. 17:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00