Fara í efni  

Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi

9. fundur 05. júlí 2021 kl. 14:00 - 15:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Margrét Matthíasdóttir aðalmaður
  • Böðvar Guðmundsson aðalmaður
  • Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður
  • Halldór Jónsson aðalmaður
  • Sylvía Kristinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjansdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá
Fundinn sat Berglind Jóhannesdóttir. Fulltrúar starfshóps um uppbyggingu á Fjöliðjunni sátu fundinn, Guðmundur Páll Jónsson, Emma Rakel Björnsdóttir, Einar Brandsson, Ragnar Sæmundsson og Sigurður Páll Harðarson.

1.Fjöliðjan uppbygging á húsnæði - starfshópur

2106089

Starfshópur um uppbyggingu á Fjöliðjunni vinnu- og hæfingarstað sem bæjarráð samþykkti erindisbréf fyrir á 3458. fundi sínum þann 20. maí 2021 hefur hafið störf. Á 1. fundi starfshópsins þann 22. júní 2021 vísar starfshópurinn fyrirliggjandi drögum að innraskipulagi hönnunar á uppbyggingu Fjöliðjunnar vinnu- og hæfingarstað til umsagnar hjá Notendaráði.
Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður Fjöliðjunnar fyrir hönd starfshópsins kynnti drög að innra skipulagi hönnunar á uppbyggingu Fjöliðjunnar vinnu- og hæfingarstað.

Notendaráðið gerir að svo komnu máli ekki athugasemdir við vinnu starfshópsins, en beinir því eindregið til starfshópsins að endurskoða það rými sem nú er ætlað undir opið svæði(ljósgarður). Fram kom á fundinum að Notendaráði verði kynnt tillögur þegar hönnunarvinnan verður lengra komin.

Fundi slitið - kl. 15:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00