Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

58. fundur 18. júní 2007 kl. 18:00 - 18:45

 58. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn mánudaginn 18. júní 2007 í fundarsal bæjarskrifstofu að Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.


 

Mættir:  Magnús Þór Hafsteinsson, formaður

Valgarður Jónsson

Bergþór Ólason

Hjördís Garðarsdóttir.

Varamaður:     Guðrún Elsa Gunnarsdóttir.

 

Auk þeirra, Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð. 


 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til fundar.

 

Fyrir tekið:

 

1.  Málefni Ljósmyndasafns Akraness

Menningarmála- og safnanefnd samþykkir að beina því til bæjarráðs að heimila aukið fjármagn í rekstur Ljósmyndasafns Akraness þannig að hægt verði að ráða starfsfólk til safnsins í sem nemur einu stöðugildi til viðbótar því sem nú er.  Með því er tryggt að haldið verður áfram þeirri uppbyggingu safnsins sem nauðsynlegt er, en nú er lokið a.m.k. í bili uppfærslu hug- og tækjabúnaðar.

 

2.    Samvinna við Borgarbyggð í menningarmálum.

Menningarmála- og safnanefnd fagnar gerð samninga um menningarmál við Borgarbyggð og hvetur stofnanir bæjarins að kynna sér þá og taka upp samstarf á sem flestum sviðum.

 

3.   Ástand húsnæðis stofnana sem heyra undir menningarmála- og safnanefnd.

Meirihluti menningarmála- og safnanefndar lagði fram eftirfarandi tillögu:

? Menningarmála- og safnanefnd Akraness samþykkir að óska eftir því við bæjarráð Akraness að það láti tækni- og umhverfissvið Akraneskaupstaðar, eða annan til þess hæfan aðila, gera úttekt á viðhaldsþörf húsnæðis eftirtalinna stofnana.  Jafnframt verði lagt kostnaðarmat á nauðsynlegt viðhald.  Um er að ræða:

·         Bókasafn Akraness

·         Listasetrið Kirkjuhvoll

·         Bíóhöllin á Akranesi, þar verði bæði hugað að viðhaldi lóðar svo og hússins.?

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

4.    Önnur mál.

Rætt um dagskrá Írskra daga.

Rætt um Vökudaga.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:45.

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00