Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

47. fundur 31. maí 2006 kl. 18:00 - 18:30

47. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn miðvikud. 31. maí 2006 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, og hófst hann kl. 18:00.


Mættir:             Hrönn Ríkharðsdóttir, formaður

                        Jón Gunnlaugsson

                        Sigríður Gróa Kristjánsdóttir

                        Jósef Þorgeirsson

                        Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir.

 

Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson, sem einnig ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.  Málefni Bíóhallar.  Niðurfelling skipulagsskrár, minnisblað bæjarritara, dags. 24/5 2006.

Bæjarritari gerði grein fyrir málinu, en bæjarstjórn og gefendur Bíóhallarinnar, þ.e. afkomendur Haraldar Böðvarssonar og Ingunnar Sveinsdóttur hafa samþykkt breytinguna fyrir sitt leyti. 

Menningarmála- og safnanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að leggja Bíóhöllina niður sem formlega stofnun og að húsið verði fært undir umsýslu Eignasjóðs Akraneskaupstaðar en umsýsla með innri starfsemi hússins verði eftir sem áður undir umsjón menningarmála- og safnanefndar.

 

2.  Skýrsla um samstarf í menningarmálum. Úttekt á menningar-samstarfsmöguleikum á sviði menningarmála í Reykjavík, Árborg, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Akranesi.

Menningarmála- og safnanefnd þakkar umfangsmikla skýrslu og telur hana gott vegarnesti fyrir bæjaryfirvöld við gerð stefnumótunar og samstarf í menningarmálum á næstu árum við þau sveitarfélög sem stóðu að gerð skýrslunnar.

 

3.  Írskir dagar, minnisblað markaðs- og atvinnufulltrúa, dags. 30/5 2006.

Málið kynnt.

 

4.  Önnur mál.

Í lok fundarins þakkaði formaður nefndarmönnum og starfsmönnum gott samstarf á kjörtímabilinu.  Undir þær þakkir tóku aðrir fundarmenn.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00