Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

111. fundur 21. september 2022 kl. 17:00 - 21:30 í Bókasafni Akraness, Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Ella María Gunnarsdóttir varaformaður
  • Einar Örn Guðnason aðalmaður
  • Martha Lind Róbertsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Geir Guðnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Ágústa Helgudóttir verkefnastjóri
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
Dagskrá

1.Heimsókn menningar- og safnarnefndar á Bóka- og Héraðskjalasafn

2209222

Menningar- og safnanefnd heimsækir Bókasafn og Héraðskjalasafn Akraness og fær kynningu á störfum safnanna.
Menningar- og safnanefnd þakkar Halldóru Jónsdóttur bæjarbókaverði og Erlu Dís Sigurjónsdóttur héraðskjalaverði fyrir góðar móttökur og greinagóða kynningu á starfsemi safnanna.

Nefndin vill vekja sérstaka athygli á nýjum og glæsilegum miðlunarvef héraðskjalasafnsins www.herakranes.is

2.Viðburðir 2022

2202101

Fríða Kristín Magnúsdóttir situr fundinn undir þessum lið.

Menningar- og safnanefnd þakkar Fríðu fyrir góða samantekt og vel unnin störf við viðburðarhald sumarsins.

Fríða Kristín víkur af fundi.

3.Skuggaleikhús á Vökudögum - beiðni um styrk

2209202

Umsókn frá Kómedíuleikhúsinu um styrk að upphæð 100.000 kr. til að setja upp skuggasýningu fyrir börn á Vökudögum.
Menningar- og safnanefnd samþykkir að kaupa sýningu af Kómedíuleikhúsinu að upphæð 100.000.

Sýning af þessu tagi fellur einkar vel að menningarstefnu Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 5:0

4.Tónleikar á Vökudögum - styrkbeiðni

2209074

Menningar- og safnanefnd samþykkir að kaupa tónleika til heiðurs Sigfúsar Halldórssonar sem fram fara á Vökudögum 2022.

Samþykkt 5:0

Fundi slitið - kl. 21:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00