Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

110. fundur 07. september 2022 kl. 17:00 - 20:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
 • Ella María Gunnarsdóttir varaformaður
 • Einar Örn Guðnason aðalmaður
 • Martha Lind Róbertsdóttir aðalmaður
 • Jóhannes Geir Guðnason aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigrún Ágústa Helgudóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigrún Ágústa Helgudóttur Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Menningar- og safnanefnd - 80 ára afmæli Akraneskaupstaðar

2207051

Ólafur Páll Gunnarsson situr fundinn undir þessum lið.
Listaverk vegna 80 ára afmælis Akraneskaupstaðar og framgangur mála rædd.

Til stendur að vígja listaverkin á Vökudögum 2022.

Nefndin lýsir yfir ánægju með framgang verkefnisins og þeirri bæjarprýði sem það færir íbúum.

Ólafur Páll víkur af fundi.

2.Viðburðir 2022

2202101

Staða og uppgjör á viðburðum sumarsins.
Máli frestað til næsta fundar.

3.Myndlistarsýningar á Vökudögum 2022 - umsókn um styrk

2208173

Beiðni um styrk vegna myndlistasýningar á vökudögum
Menningar- og safnarnefnd samþykkir að styrkja samsýningu rúmlega þrjátíu listamanna búsetta á Akranesi á Vökudögum að fjárhæð 200.000 kr.

Samþykkt 5:0

4.Vökudagar 2022

2209009

Dagskrá og umgjörð Vökudaga.
Kynning á undirbúningi Vökudaga 2022 lögð fram.

Menningar- og safnanefnd leggur áherslu á aukna stafræna markaðssetningu í kringum hátíðina með því markmiði að ná til breiðari markhóps.

Íbúar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í dagskrá Vökudaga.

5.Menningarverðlaun Akraness 2022

2209010

Lagt til að opnað verði fyrir tilnefningar á menningarverðlaunum Akraness 2022.

Verkefnastjóra falin frekari úrvinsla málsins.

6.Byggðasafn - opnunartími

2209013

Tillaga um opnun Byggðasafnsins yfir vetrartímann.
Menningar- og safnanefnd leggur til að opið verði á Byggðasafninu í Görðum allt árið um kring.

Eftir sem áður er opið fyrir hópabókanir utan opnunartíma eftir samkomulagi yfir vetrartímann.

Málinu vísað til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00