Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

101. fundur 12. janúar 2022 kl. 18:00 - 19:46 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
 • Ingþór B. Þórhallsson aðalmaður
 • Guðmundur Claxton aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Jón Allansson deildarstjóri minjavörslu
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Nefndarmennirnir Guðmundur Claxton og Ingþór B. Þórhallsson tóku þátt í fundinum í fjarfundi í upphafi fundar en Ingór B. kom svo í fundarsal kl. 18:55.

Fundargerðin var samþykkt af fundarmönnum með rafrænum hætti í lok fundarins.

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - menningar- og safnamál

2109162

Áherslur menningar- og safnanefndar um starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og safnamála árið 2022.
Vinna við gerð starfsáætlunar hafin og verður framhaldið á næsta fundi menningar- og safnanefndar.

Sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að fullvinna drögin og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Gert er ráð fyrir eftirtöldum dagsetningum vegna viðburða á árinu:

a. Þrettándagleði, fimmtudagur 6. janúar 2022.
b. Vetrardagar á Akranesi, dagana 16.-20. mars 2022.
c. Sjómannadagurinn, sunnudagur 12. júní 2022.
d. Þjóðhátíðardagurinn, föstudagur, 17. júní 2022.
e. Írskir dagar, dagana 30. júní -3. júlí 2022.
f. Vökudagar, dagana 29. október til 8. nóvember 2022.
g. Jólatréskemmtun á Akratorgi, 26. nóvember 2022
h. Jól í Garðalundi, verður í desember, útfært í samstarfi við samningsaðila og auglýst sérstaklega er nær dregur.
i. 80 ára afmælisfagnaður Akraneskaupstaðar, viðburðir verða allt árið og auglýstir sérstaklega.

Samþykkt 5:0

2.80 ára afmælisnefnd Akraneskaupstaðar

2102138

Menningar- og safnanefnd annast undirbúning og framkvæmd viðburða á afmælisárinu í samræmi við óskir bæjarráðs þar að lútandi.

Undirbúningsvinnan er formlega hafin hjá nefndinni og ýmsar hugmyndir um útfærslu ræddar.

Áframhaldandi vinna verður á næsta fundi nefndarinnar þann 10. febrúar næstkomandi kl. 18:00.

Samþykkt 5:0
Næsti fundur nefndarinnar verður fimmtudagnn 10. febrúar kl. 18:00.

Fundi slitið - kl. 19:46.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00