Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

93. fundur 15. febrúar 2021 kl. 18:15 - 20:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Ingþór B. Þórhallsson aðalmaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Staða verkefna á Byggðasafninu í Görðum

2102119

Skrifstofustjóri kynnir stöðu helstu verkefna á Byggðasafninu í Görðum.
Skrifstofustjóra er þakkað fyrir greinagóða yfirferð.

Skrifstofustjóra er falið að kalla eftir upplýsingum hjá bæjarráði um stöðu máls Kútters Sigurfara.

2.Íþróttasafn Íslands / knattspyrnusafn

2102114

Framtíð íþróttasafns Íslands sem staðsett er í þjónustuhúsinu í Görðum.

Hjálagt er minnisblað deildarstjóra Byggðasafnsins þar sem forsaga sýningarinnar er rakin.
Lagt fram.

Menningar- og safnanefnd telur mikilvægt að skoða málefni íþróttasafnsins í samhengi við húsnæðisframboð og framtíðarsýn safnasvæðisins í heild.

3.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2021

2012201

Tillaga um starfsdag menningar- og safnanefndar.
Menningar- og safnanefnd samþykkir tillögu um starfsdag nefndarinnar þann 15. mars næstkomandi.

Jónella víkur af fundi eftir umræðu undir þessum lið.

4.Írskir dagar 2021

2102118

Umræða um ráðningu verktaka fyrir Írska daga.
Málið rætt og skrifstofustjóra falið að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00