Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

89. fundur 25. nóvember 2020 kl. 17:00 - 18:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
 • Ingþór B. Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og staðfesta fundarmenn fundargerð með rafrænum hætti í lok fundar.

1.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1811112

Forstöðumaður upplýsir nefndarfólk um að óskað sé eftir umsögnum um drög að umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar.
Nefndin fagnar framlögðum drögum að umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar. Nefndin fjallaði um þann hluta stefnunnar sem snýr að verndun menningarminja og telur ekki þörf á breytingum á þeim þætti. Jafnframt var fjallað um umhverfismál sem tengjast viðburðahaldi svo sem flokkun á rusli, aðgengi að viðeigandi sorpílátum og hvatning til notkunar á umhverfisvænum efnum og svo framvegis.

2.Styrkir til íþrótta- og menningarverkefna

1911175

Forstöðumaður kynnir stöðu á verkefnum sem hlutu menningarstyrki hjá Akraneskaupstað á árinu 2020. Jafnframt leggur forstöðumaður fram óafgreidda styrkumsókn.
Nefndin lýsir ánægju sinni með hversu úrræðagóðir styrkþegar hafa verið með að aðlaga verkefni að þeim aðstæðum sem hafa ríkt í samfélaginu í ár. Forstöðumanni falið að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu styrkumsóknar sem tekin var fyrir á fundinum.

3.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2020

2001074

Forstöðumaður stýrir umræðum að möguleika viðburðum tengdum jólum og viðburðahald ársins
Forstöðumanni falið að vinna að viðburðahaldi í samræmi við sóttvarnareglur og umræður á fundinum.

4.Morgunroðinn - Skagamenn snemma á 20. öld

2011253

Forstöðumaður leggur fram innkomið erindi.
Nefndin þakkar fyrir áhugavert erindi.
Eitt af fjölmörgum verkefnum Héraðsskjalasafns Akraness til næstu ára er að koma sér upp heimasíðu þar sem hægt verður að miðla efni og þar með talið efni sem er handskrifað. Nú þegar hefur safnið hafið vinnu við uppskrift á hluta af handskrifuðu efni í vörslu safnsins. Erindinu verður komið á framfæri við forstöðumann safnsins.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00