Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

86. fundur 09. júní 2020 kl. 17:00 - 18:30 í Stúkuhúsinu að Görðum
Nefndarmenn
 • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
 • Guðmundur Claxton aðalmaður
Starfsmenn
 • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Dagskrá

1.Aðgerðir Akraneskaupstaðar vegna Covid-19 - Menningarmál

2004224

Forstöðumaður leggur fram umsóknir sem bárust í viðbótar styrtarsjóð til menningarverkefna vegna viðspyrnu Akraneskaupstaðar við Covid-19 afleiðingum sem auglýst var þann 20. maí sl.
Við mat og afgreiðslu styrkja er lögð sérstök áhersla á að styðja við verkefni og viðburðahald sem eru til þess fallin að efla bæjarandann. Nefndin fjallaði um þær 13 styrkumsóknir sem bárust og úthlutaði styrkjum. Umsækjendum er þakkað fyrir áhugaverðar umsóknir. Forstöðumanni falið að svara umsækjendum skv. niðurstöðum fundarins.

2.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2020

2001074

Forstöðumaður stýrir umræðum um viðburðahald ársins.
Forstöðumanni falið að uppfæra samning varðandi Jólagleði í Garðalundi í samræmi við umræður á fundinum.

3.Styrkir til íþrótta- og menningarverkefna - Ymur

1912056

Forstöðumaður leggur móttekna fyrirspurn fram til umræðu nefndarinnar.
Nefndin er hlynt því að umsækjandi nýti áður veittann styrk á árinu í annað verkefni en upphaflega var ætlað.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00