Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

80. fundur 20. janúar 2020 kl. 18:00 - 21:00 í Holti, fundarherbergi á 3. hæð í Stjórnsýsluhúsi
Nefndarmenn
  • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Ingþór B. Þórhallsson aðalmaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
Starfsmenn
  • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Dagskrá

1.Stefnumótun í menningar- og safnamálum 2017-2018

1703123

Forstöðumaður kynnir stöðu mála.
Vinnuáætlun uppfærð í samræmi við framvindu verkefna og umræðu á fundinum. Ekki hefur verið unnt að fara í öll verkefni þar sem ekki hefur fengist aukið fjármagn til verkefna.

2.Héraðsskjalasafn Akraness - úrbótaáætlun

1912047

Héraðsskjalavörður kynnir tillögu að úrbótaáætlun.
Héraðsskjalavörður, Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, tók sæti á fundinum. Hún kynnti forsögu málsins og viðbrögð starfsmanna héraðsskjalasafns við skýrslu Þjóðskjalasafns Íslands um starfsemi Héraðsskjalasafns Akraness útgefin í desember 2018.
Héraðsskjalavörður vék af fundi.

Nefndin þakkar héraðsskjalaverði fyrir kynninguna og óskar eftir því að hún útbúi tillögur að tímasettri úrbótaáætlun og kynni á næsta fundi nefndarinnar.

3.Starfsáætlun Akraneskaupstaðar 2020

1912034

Forstöðumaður leggur fram drög að orðalagi í starfsáætlun 2020.
Starfsáætlun var lagfærð í samræmi við umræður á fundinum og samþykkt.

4.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2020

2001074

Dagsetningar fyrir hátíðahöld ársins ákveðin og fjármunum ráðstafað.
Nefndin fjallaði um málið og telur ekki mögulegt að halda árlega fyrirhugaða viðburði og hátíðahöld m.v. þá fjármuni sem eru til ráðstöfunar. Því sé ekkert annað í stöðunni en að fækka þeim og leggur til að hætt verði við að halda upp á Írska vetrardaga, Sjómannadaginn og að ekki verði sérstakur viðburður tengdur tendrun jólaljósa á jólatréi á Akratorgi.

Óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs á þeirri tillögu.

5.Styrkir til íþrótta- og menningarverkefna

1911175

Forstöðumaður leggur fram til umræðu þær 22 styrkumsóknir sem bárust í menningartengd verkefni.
Farið var yfir umsóknir og nefndin lagði fram drög að styrkúthlutun. Ákveðið var að fresta lokaafgreiðslu tillögu þar til Uppbyggingasjóður Vesturlands hefur kunngjört um styrkveitingar til menningarverkefna 2020. Forstöðumanni falið að fylgjast með framvindu málsins og upplýsa nefndina eftir atvikum. Nefndin þakkar fyrir áhugaverðar styrkumsóknir.

Fundi slitið - kl. 21:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00