Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

39. fundur 21. mars 2017 kl. 17:00 - 19:20 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ingþór B. Þórhallsson formaður
 • Guðmundur Claxton aðalmaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
 • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
 • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður
Dagskrá

1.Írskir vetrardagar 2017

1702069

Forstöðumaður greinir frá framkvæmd nýafstaðinna Írskra vetrardaga 2017.
Forstöðumaður greindi frá þeim viðburðum sem fóru fram á Írskum vetrardögum. Nefndinni þótti takast vel til.

2.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2017

1609009

Forstöðumaður leggur fram tillögu að dagsetningum fyrir Vökudaga 2017.
Ákveðið að Vökudagar muni fara fram 26. október til 5. nóvember og tilkynnist það hér með.

3."Dularfulla búðin"

1612035

Forstöðumaður kynnir erindi frá Dularfullu búðinni.
Hörður Ó. Helgason víkur af fundi.

Nefndin frestar afgreiðslu málsins og mun leita frekari upplýsinga.

4.Stefnumótun í menningar- og safnamálum 2017

1703123

Forstöðumaður kynnir tillögu varðandi stefnumótun í menningar- og safnamáluum fyrir Akraneskaupstað.
Hörður Ó. Helgason kemur aftur inn á fund.
Jónella Sigurjónsdóttir kemur inn á fund.

Nefndin tók jákvætt í tillögu sem var lögð fram en rætt var um óljósan heildarkostnað. Forstöðumanni er falið að leita eftir mati á umfangi og kostnaði við verkefnið.

5.Suðurgata 57 - leiga á húsnæði vegna listsköpunar og verslunar

1703101

Forstöðumaður kynnir erindi fyrir nefndinni.
Erindið var kynnt fyrir nefndinni.
Aðstaða fyrir skapandi greinar er málefni sem nefndin hyggst taka fyrir í stefnumótun menningarmála. Gert er ráð fyrir að ljúka slíkri stefnumótun á árinu 2017.

Nefndin er jákvæð fyrir því að aðstoða listamenn ef viðeigandi húsnæði bæjarins er tiltækt. Gæta skal jafnræðis við úthlutun slíkrar aðstöðu gegn sanngjarnri leigu.

Forstöðumanni falið að koma áherslum nefndarinnar á framfæri við bæjarstjóra og bæjarráð.

6.Rannsókn á Kútter Sigurfara

1610106

Forstöður greinir frá framkvæmd málþings um varðveislu báta og skipa sem fór fram í febrúar.
Forstöðumaður greindi frá erindum og vinnustofum sem fóru fram á málþingi í febrúar. Jafnframt upplýsti forstöðumaður um að næstu skref varðandi skráningu á kútternum verði ákveðin þegar styrkúthlutanir liggi fyrir.

Fundi slitið - kl. 19:20.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00