Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

20. fundur 17. nóvember 2015 kl. 18:00 - 22:00 í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4-6, 310 Borgarnesi
Nefndarmenn
 • Ingþór B. Þórhallsson formaður
 • Guðmundur Claxton aðalmaður
 • Kristinn Pétursson aðalmaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Hlini Baldursson aðalmaður
Starfsmenn
 • Anna Leif Elídóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Safnahús Borgarfjarðar - vettvangsferð

1511212

Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahússins tekur á móti nefndinni og kynnir Safnahús Borgarfjarðar sem hýsir hin fimm höfuðsöfn Borgarfjarðar. Hvert safnanna hefur sína eigin, merku sögu, en þau eiga það sammerkt að þeim var komið á fót af áhugafólki í héraði á sínum tíma.
Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahússins tók á móti nefndinni og kynnti starfsemi Safnahúss Borgarfjarðar sem hýsir hin fimm höfuðsöfn Borgarfjarðar. Hvert safnanna hefur sína eigin, merku sögu, og eiga það sameiginlegt að vera stofnuð af áhugafólki í héraði á sínum tíma. Guðrún þakkaði nefndinni komuna og bar henni kveðju sveitarstjórnar. Guðrúnu varð tíðrætt um samstarf Akraness og Borgarfjarðar í safnamálum sem sást augljóslega í sýningum safnsins þegar gengið var um þær. Nefndin þakkar Guðrúnu Jónsdóttur kærlega fyrir góðar móttökur og áhugaverða og fróðlega yfirferð á starfseminni. Guðjón Sigmundsson víkur af fundi kl. 19.30.

2.Aðventuhátíð 2015

1511211

Verkefnastjóri menningarmála kynnir drög að dagskrá helgarinnar 27.- 29. nóvember 2015 en þá helgi verða einmitt jólaljósin tendruð á Akratorgi.
Verkefnastjóri menningarmála kynnir drög að dagskrá helgarinnar 27. ? 29. nóvember 2015 en þá helgi verða einmitt jólaljósin tendruð á Akratorgi, nánar tiltekið laugardaginn 28. nóvember kl. 16.00.

3.Bæjarhátíðir 2016, dagsetningar

1509315

Menningar- og safnanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að Írskir dagar verði dagana 30. júní til 3. júlí 2015. Verkefnastjóra er falið að koma því áleiðis til bæjarráðs.

4.Listaverk á Breið

1511179

Nefndin óskar eftir frekari upplýsingum vegna fyrirhugaðra listaverkakaupa.

Fundi slitið - kl. 22:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00