Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

9. fundur 05. mars 2015 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ingþór B. Þórhallsson formaður
 • Guðmundur Claxton aðalmaður
 • Þórunn María Örnólfsdóttir aðalmaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Elinbergur Sveinsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Anna Leif Elídóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Leif Elídóttir Verkefnastjóri
Dagskrá
Formaður setur fundinn kl. 17.20.

1.Írskir dagar 2015

1411125

Málin rædd. Menningar- og byggðasafnsnefnd mun leitast við að einfalda utanumhald og fyrirkomulag á Írskum dögum frá því sem verið hefur. Þetta vill nefndin gera til þess að virkja betur einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök til að gera hátíðina sjálfbærari og með meiri þátttöku íbúa bæjarins. Nefndin leggur til við bæjarráð að leitað verði að aðila til að taka að sér framkvæmd Írskra daga 2015 í samráði við nefndina.
Nefndin felur formanni að setja niður á blað þær hugmyndir sem ræddar voru á fundinum.

2.Miðja Akraness

1412187

Ýmsar hugmyndir ræddar. Nefndin hefur gögn frá Landmælingum Íslands sem benda sterklega til þess hvar miðju Akraness er að finna. Verkefnastjóra er falið að móta hugmyndir nefndarinnar og gera kostnaðaráætlun sem áfram yrði unnið með.

3.Menningar - og safnanefnd - stefnumörkun til 5 ára

1503045

Málin rædd og stefnumörkunarvinna hafin. Nefndin ræddi við verkefnastjóra í menningartengdum verkefnum um hennar aðkomu og sýn að starfi næstu missera. Nefndin mun á næstu vikum einnig hitta forstöðumenn Bókasafnsins og Byggðasafnis vegna stefnmótunarvinnunnar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00