Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

1. fundur 18. nóvember 2014 kl. 17:30 - 20:30 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ingþór B. Þórhallsson formaður
 • Guðmundur Claxton aðalmaður
 • Þórunn María Örnólfsdóttir aðalmaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Elinbergur Sveinsson aðalmaður
 • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Anna Leif Elídóttir verkefnisstjóri
 • Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum
 • Halldóra Jónsdóttir bæjarbókavörður
 • Hannibal Guðmundur Hauksson ferðamálafulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Leif Elídóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Menningarmál - endurskoðun á málaflokknum

1406104

Bæjarstjóri gerir grein fyrir endurskoðun á málaflokknum.
Björn Steinar Pálmason hefur verið fenginn til að gera úttekt á málaflokknum, þeirri vinnu á að vera lokið fyrir áramót.
Bæjarstjóri víkur af fundi kl. 17:50.

2.Byggðasafn - málefni 2014

1411129

Staða verkefna.
Jón Allansson gerir grein fyrir verkefnum sem hafa verið unnin á árinu.
Garðahúsið hefur fengið viðgerð á ytra byrði. Á næsta ári mun vera máluð önnur umferð.
Bátaskýli og hjallur fékk tjöruumferð og eins eldsmiðjan. Rafmagn var lagt í eldsmiðjuna. Þar hafa verið haldið mörg námskeið á árinu auk Íslandsmeistaramóts í eldsmíði.
Neðri Sýrupartur sem er elsta timburhús á Akranesi var tjargað að mestu. Vel þarf að vera þurrt til að hægt sé að tjarga, svo að ekki reyndist unnt að ljúka því verki á þessu ári vegna rigninga.
Aðalsafnahús, viðgerðir á rakaskemmdum. Lagt er til að húsið verði lagfært að utan á næstu árum.
Safnaskáli, ýmiss viðhaldsvinna og málun á sýningarsal.
Unnið við settorg og umhverfi svæðisins, sláttur og fleira.
Bæklingur safnins var endurgerður og prentaður á tveimur tungumálum á árinu.
Um átta sýningar hafa verið í Guðnýjarstofu.
Geymslumál eru í vinnslu auk skráningarrýmis og rýmis til forvörslu. Gert er ráð fyrir átaki í skráningu í Sarp á næsta ári.
Námskeið og viðburðir hafa verið þó nokkrir á árinu.
Hönnuð hafa verið skilti sem komið verður fyrir utanhúss á svæðinu, til að mynda við húsin.
Um þetta leyti er verið að sækja um styrki á ýmsa staði fyrir safnastarf á næsta ári.
Bátaskýli er í vinnslu, áætlað er að byrja að grafa fyrir undirstöðum í desember. Gert er ráð fyrir að hanna sýningu í bátaskýlið um útgerðarsöguna.
Verið er að vinna að sýningu vegna 150 ára verslunarafmælis Akraness.
Bræðrapartssjóður, margmiðlunarsýning í útgerðardeild safnsins er í vinnslu auk fleiri verkefna.

3.Bókasafn, Héraðsskjalasafn og ljósmyndasafn - málefni 2014

1411127

Staða verkefna.
Halldóra Jónsdóttir fer yfir verkefni Bókasafnsins. Á Vökudögum komu 715 gestir á Bókasafnið gagngert á viðburði og er starfsfólk safnanna afar ánægt með þessa miklu aðsókn.
Að meðaltali er talið að um 145 gestir komi á safnið á dag. Á safninu eru 6.2 stöðugildi.
Á þessum árstíma eru bókainnkaup mikil.
Í vor var sýningin "Handritin alla leið heim", og með þeirri sýningu voru nokkrir viðburðir.
Ritsmiðja með börnum var á árinu.
Sögubíllinn kom á Írskum dögum.
Yfir sumarið er alltaf sumarlestur fyrir börn, lestrarhvetjandi verkefni í samstarfi við grunnskólana.
Verkefnið "Bókin heim" hefur verið á árinu. Þetta er þjónusta fyrir þá sem ekki komast sjálfir á safnið.
Á Skalasafninu er lögð áhersla á skjalavörslumál. Á næsta ári verður gerð skjalavistunaráætlun fyrir stofnanir á Akranesi. Gert er ráð fyrir að setja rakatæki í skjalageymslurnar á næsta ári.
Ljósmyndasafnið fékk styrk frá Menningarráði Vesturlands til að koma gangagrunninum sínum inn í leitir.is.
Vinnufundir á vegum Ljósmyndasafnins þar sem íbúar eru hvattir til að bera kennsl á myndir hafa verið vel sóttir.
150 ára sýning safnsins stendur enn þá og verður út árið.
Halldóra Jónsdóttir víkur af fundi kl. 19:00.

4.Kútter Sigurfari - staða mála

903133

Bréf frá Minjastofnun Íslands dagsett 3. nóvember 2014 lagt fram.
Kútter Sigurfari, áætlun um ráðstöfum styrks. Minjastofnun Íslands telur að tilögur forstöðumanns um ráðstöfun styrks að upphæð 5.000.000 krónur til hönnunar- og ráðgjafarkostnaðar, samræmist ekki markmiðum styrkveitingar. Í ljósi þessa þarf að hafa hraðar hendur með tilhögun nýtingar styrksins þar sem að frestur til að ráðstafa honum rennur út um næstu áramót. Forstöðumanni og formanni falið að vinna að málinu í samráði við viðeigandi aðila.

5.Garðakaffi - rekstur

1409232

Uppsögn á rekstrarsamningi dagsett þann 13. nóvember 2014.
Nefndin móttekur uppsögnina og samþykkir erindið og felur forstöðumanni að leysa verkefni Garðakaffis frá og með 1. desember 2014 þar til annað verður ákveðið.
Jón Allansson víkur af fundi kl. 20:15.

6.Vökudagar 2014

1408172

Anna Leif gerir grein fyrir samantekt um Vökudaga.
Almenn ánægja er með Vökudaga, bæði hjá bæjarbúum og eins hjá þeim sem skipulögðu viðburði. Mjög góð mæting var á viðburði almennt.

7.100 ára kosningaréttur kvenna

1408142

Lagt fram.
Gert er ráð fyrir meðal annars að sumarsýning Guðnýjarstofu tengist 100 ára kosningarafmælis kvenna.

8.Írskir dagar 2015

1411125

Hugtakið Írskir dagar rætt.

Fundi slitið - kl. 20:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00