Fara í efni  

Íþróttanefnd (2000-2002)

53. fundur 04. júlí 2000 kl. 13:00 - 14:30
53. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, þriðjudaginn 4. júlí 2000, kl. 13:00.

Mættir: Sigurlína Guðrún Júlíusdóttir,
Lárus Ársælsson,
Edda Agnarsdóttir,
Heiðrún Janusardóttir varamaður,
Guðlaugur Ingi Maríasson varamaður,
Auk þeirra Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Akursbraut 9
Erindi Róberts Þ. Bender og Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar um álit nefndarinnar varðandi þá hugmynd að breyta húsinu í 9 tveggja herbergja íbúðir og reisa létta 4. hæð ofan á ofangreinda húseign. Byggingarnefnd vísar ofangreindu erindi til umsagnar skipulagsnefndar.
Nefndin getur fallist á hugmynd bréfritara, en bendir á að hér er um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi af lóðinni.

2. Flatahverfi.
Tillaga að deiliskipulagi.
Nefndin leggur til við bæjarráð að deiliskipulagið verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

3. Sunnubraut 2
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi.
Erindi byggingarfulltrúa varðandi breytingu á lóðarmörkum lóða nr. 2 við Sunnubraut og nr. 87 við Suðurgötu. Grenndarkynning hefur farið fram, engar athugasemdir bárust.
Grenndarkynningin var auglýst samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Nefndin leggur til við bæjarráð að það samþykki breytinguna.

4. Vesturgata 14
610596-2829 Trésmiðja Þráins E Gíslasonar, Jörundarholti 30, 300 Akranesi.
Umsókn Runólfs Þ Sigurðssonar fyrir hönd Trésmiðju Þráins um heimild til að sameina lóðirna nr. 14 við Vesturgötu og hluta af lóð nr. 17 við Bárugötu. Grenndarkynningu lokið, engar athugasemdir bárust.
Grenndarkynningin var auglýst samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Nefndin leggur til við bæjarráð að það samþykki breytinguna.

5. Þjóðbraut, deiliskipulag milli Þjóðbrautar og Flatahverfis.
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs dags. 29. júní sl. varðandi innkeyrslur frá Þjóðbraut á lóð nr. 14 við Þjóðbraut.
Nefndin tekur jákvætt í erindið.


6. Auglýsingaskilti.
Tillaga Skúla Lýðssonar byggingar- og skipulagsfulltrúa um reglur varðandi staðsetningu og uppsetningu auglýsingaskilta á Akranesi.
Nefndin fór yfir drögin og samþykkir að leita eftir áliti Átaki Akraness.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:30.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00