Fara í efni  

Framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2001-2006)

18. fundur 21. janúar 2004 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2004, miðvikudaginn 21. janúar kl. 20:00 kom framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum að Görðum.


Til fundarins komu: Sveinn Kristinsson,
 Jósef H. Þorgeirsson,
 Hallfreður Vilhjálmsson.

Auk þeirra sat Jón Allansson, forstöðumaður, fundinn.


Þetta gerðist á fundinum:

 

1. Drög að deiliskipulagi kirkjugarðs.

Framkvæmdanefndin telur að við alla skipulagsvinnu verði það haft ofarlega í huga að stofnun eins og byggðasafn kemur til með að starfa áratugum og öldum saman og því verður að gæta þess vandlega að þrengja ekki að lóð þess og vill á þessu stigi málsins taka eftirfarandi fram:

a) Lóð sem merkt er kirkjusvæði virðist heppileg lóð fyrir kirkju.
b) Svæði sem merkt er byggingareitur er eðlileg lóð undir stækkun safnahússins að Görðum.
c) Svæðið sem nefnt er ?Grænt svæði til sérstakra nota? gæti verið hentugt sem hluti af famtíðarathafnasvæði Byggðasafnsins. 
Nefndin telur að nauðsynlegt sé að samtímis sé rætt um deiliskipulag kirkjugarðs og safnasvæðis.

 

2. Samstarfssamningur vegna Safnasvæðis að Görðum.

Jón lagði fram drög að samstarfssamningi. Málið er rætt og Jóni og Sveini  falið að vinna frekar að málinu.

 

3. Önnur mál.

a) Drög að samningi um sérfræðivinnu v/markaðs- og kynningarmála Safnasvæðisins.  Jón lagði fram drög að samningi til kynningar.
Jóni og Sveini falið að vinna frekar að málinu.

b) Rætt um staðsetningu Stúkuhúss. Ákvörðun frestað.
c) Rætt um geymsluhúsnæði og Jóni falið að vinna frekar að málinu.
d) Rætt um húsnæðismál safnsins.

 

  Fleira ekki gert, fundi slitið.

  Jósef H. Þorgeirsson (sign)
  Sveinn Kristinsson (sign)
  Hallfreður Vilhjálmsson (sign)
  Jón Allansson (sign)
 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00