Fara í efni  

Framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2001-2006)

15. fundur 12. júní 2003 kl. 19:00 - 21:00

FRAMKVÆMDASTJÓRN BYGGÐASAFNS AKRANESS

Ár 2003, fimmtudaginn 12. júní kom framkvæmdanefnd Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til að fundar á safninu að Görðum.


Mættir  Sveinn Kristinsson,
  Jósef H. Þorgeirsson,
  Hallfreður Vilhjálmsson

Auk þeirra sat Jón Allansson, forstöðumaður fundinn.


Þetta gerðist á fundinum.

1. Forstöðumaður upplýsti að aðsókn að safnasvæði fyrstu fimm mánuðina sé  7000.
 
2. Framkvæmdir:
Fróðá sem á að hýsa handverkskonur að störfum er að mestu tilbúin og leigður hefur verið gámur til að nota til bráðabirgða sem verkstæði. Handverkskonur hafa einnig keypt gám undir ofn fyrir leirbrennslu en til þeirra hluta þarf þriggja fasa rafmagn sem kostar ca. 200 ? 220 þúsund krónur  sem ekki hefur verið verið áætlað fyrir.  Stefnt er að því að mæta þessum kostnaði með sparnaði á öðrum sviðum.
17. og 18. maí var reistur hákarlahjallur á svæðinu.
Kúttermagakvöld var haldið 1. júní, sjómannadag og komust 80 gestir og fjöldi manna varð frá að hverfa.
Fróðá verður opnuð sem handverkshús helgina 14. ? 15. júní og af því Sigurfaranefnd tilefni verður handverksmarkaður á safnasvæðinu og er von á 20 ? 25 handverksmönnum sem efna til markaðar um helgina.
Framkvæmdir við tjörn á safnasvæðinu eru hafnar.hefur haldið nokkra fundi og leggur til að fenginn verði til landsins sérfræðingur í varðveislu gamalla skipa til að skoða kútterinn og skila um hann skýrslu. Kostnaður er áætlaður 250 ? 300 þúsund.

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Sveinn Kristinsson (sign)
 Hallfreður Vilhjálmsson (sign)
 Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00