Fara í efni  

Framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2001-2006)

14. fundur 14. maí 2003 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2003, miðvikudaginn 14. maí kl. 20:00 kom framkvæmdanefnd Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í safninu að Görðum.


Til fundarins komu:   Sveinn Kristinsson,
 Jósef H. Þorgeirsson. 

Auk þeirra sat Jón Allansson, forstöðumaður, fundinn.


Þetta gerðist á fundinum:

 

1. Jón greindi frá því að gestir á safninu frá áramótum til dagsins í dag væru sem næst 2500 og margir hópar hafa boðað komu sína á næstunni.

 

2. Rætt um ?viðburðaveislu? á safnasvæðinu sem hefst helgina 17.-18. maí n.k.  og endar 23. ágúst n.k.  Samtals verða 8 helgar lagðar undir mismunandi viðburði.

 

3. Rætt um með hvaða hætti væri hægt að leggja til þriggja fasa rafmagn í leirbrennsluofn á svæðinu.  Rafvirki vinnur að því að kanna málið.

 

4. Rætt um Stúkuhúsið og ástand þess.  Forstöðumanni falið að láta kanna ástand hússins og hvort hægt væri að flytja húsið að Görðum.

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

 Jósef H. Þorgeirssson (sign)
 Sveinn Kristinsson (sign)
 Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00