Fara í efni  

Framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2001-2006)

11. fundur 08. apríl 2002 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2002, mánudaginn 8. apríl kl. 20:00 kom framkvæmdanefnd Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar á safnahúsinu að Görðum.

Til fundarins komu: Valdimar Þorvaldsson,
 Jósef H. Þorgeirsson,
 Anton Ottesen.

Auk þeirra sat fundinn Jón Allansson forstöðumaður.

Þetta gerðist á fundinum:

1. ?Írlandsstofa?

Lagt fram bréf bæjarritarans á Akranesi, dags. 4. apríl 2002, ásamt ljósriti af bréfi nefndar um írska daga á Akranesi 11.-14. júlí 2002, dags. 2. mars 2002, um Írlandsstofu sem hugsanlega mætti koma upp að Görðum.  Ráðgert er að koma á fót nefnd til að kanna málið.  Nefndin er jákvæð gagnvart þessu máli og samþykkir að vísa því til stjórnar Byggðasafns á Akranesi og nærsveita.

2. Rætt um fyrirhugaða bryggju, en til þeirra framkvæmda eru tiltækar kr. 2.000.000.- á fjárhagsáætlun.  Samþykkt að fela forstöðumanni að kanna nánar hvað mögulegt væri að gera fyrir þessa upphæð á næstunni.

3. Framkvæmdastjórnin fór síðan og skoðaði framkvæmdir við Safnaskálann.

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Anton Ottesen (sign)
 Valdimar Þorvaldsson (sign)

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00