Fara í efni  

Framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2001-2006)

10. fundur 11. mars 2002 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2002, mánudaginn 11. mars kl. 20:00 kom framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnahúsinu að Görðum.

Til fundarins komu: Valdimar Þorvaldsson,
 Jósef H. Þorgeirsson,
 Anton Ottesen.

Auk þeirra sat Jón Allansson, forstöðumaður fundinn.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Lögð fram tilboð í sjónvörp, DVD-spilara o.fl. vegna íþróttasafns frá Hljómsýn og Exton.

Samþykkt að taka tilboði frá Hljómsýn að fjárhæð kr. 406.459.- að viðbættum tengingum kr. 14.188.-

2. Lagt fram bréf Húsfriðunarnefndar, dags. 27. febrúar 2002, sem samþykkt hefur að veita kr. 300.000.- til framkvæmda við Sanda vestri.

3. Lagt fram bréf frá Saltfisksetri Íslands í Grindavík, dags. 5. mars 2002, um samstarf við Byggðasafn Akraness og nærsveita.

Forstöðumanni falið að kanna þetta mál frekar.

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Anton Ottesen (sign)
 Valdimar Þorvaldsson (sign)
 Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00