Fara í efni  

Framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2001-2006)

7. fundur 16. janúar 2002 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2002, miðvikudaginn 16. janúar kl. 20:00 kom framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum að Görðum.

Til fundarins komu: Valdimar Þorvaldsson,
 Anton Ottesen,
 Jósef H. Þorgeirsson.

Auk þeirra sat Jón Allansson fundinn.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Til fundarins kom  Björn G. Björnsson og gerði grein fyrir hugmyndum sínum um fyrirkomulag og framsetningu á íþróttasýningu í Safnaskálanum að Görðum.  Jafnframt lagði Björn fram og skýrði kostnaðaráætlun um verkið.

Var umfjöllun Björns mjög rækileg.  Umræður urðu um málið og ákveðið að mæla með þeim hugmyndum  sem fyrir liggja og stefna að útboði í smíði skápa o.fl.

2. Jóni Allanssyni er falið að ganga frá samningi við Björn G. Björnsson sýningarhönnuð.

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Valdimar Þorvaldsson (sign)
 Anton Ottesen (sign)
 Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00