Fara í efni  

Framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2001-2006)

3. fundur 30. júlí 2001 kl. 20:30 - 22:00

FRAMKVÆMDASTJÓRN BYGGÐASAFNS AKRANESS OG NÆRSVEITA


Ár 2001, mánudaginn 30. júlí kl. 20:30 kom framkvæmdanefnd Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar að Görðum.

Til fundarins komu: Valdimar Þorvaldsson, Jósef H. Þorgeirsson og auk þeirra Jón Allansson forstöðumaður.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Forstöðumaður upplýsir að nú sé búið að sá í flatir við nýbyggingu safnsins og planta trjám um 40 talsins. Æskilegt er að planta fleiri.

2. Ákveðið að setja niður 6 fánastengur við nýbygginguna.

3. Rætt um fyrirhugaða tjörn á safnasvæðinu, byggingu á ?bryggju? fyrir smábáta og staðsetningu á bátaskýli og hjalli.

Forstöðumanni er falið að láta gera breytingartillögur á skipulagsuppdrætti.

4. Rætt um nýtt anddyri á aðalsafnahúsinu að norðanverðu og ákveðið að leita eftir hugmyndum hjá arkitekt hússins.

5. Ákveðið að láta gera á næsta ári skilti og leiðbeiningar sem komið verði fyrir á safnasvæðinu að Görðum.

6. Rætt um nafn á nýbyggingu safnsins og kom fram hugmynd um að nafnið væri ?Safnaskálinn að Görðum?.

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 Jóef H. Þorgeirsson (sign)
 Valdimar Þorvaldsson (sign)
 Jón Allansson (sign)
 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00