Fara í efni  

Framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2001-2006)

2. fundur 02. apríl 2001 kl. 20:00 - 22:00
Ár 2001, mánudaginn 2. apríl kl. 20:00 kom framkvæmdanefnd Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar að Görðum.
Til fundarins komu:  Jósef H. Þorgeirsson,    Valdimar Þorvaldsson   og Anton Ottesen.
Auk þeirra sótti fundinn Jón Allansson forstöðumaður .
 
þetta gerðist á fundinum:
1. Þorsteinn Þorleifsson kom á fundinn og lagði fram greinargerð um kostnað við Steinaríki pr. 15. mars 2001 að upphæð kr. 6.832.506 og áætlun um kostnað við að ljúka framkvæmdum að fjárhæð kr. 5.445.000. Samtals er kostnaðurinn Því kr. 12.277.506.
Fram kom að Steinaríkið hefur fengið fjárstyrki sem hér segir:
Samgönguráðuneytið                          kr.  1.000.000
Menntamálaráðuneytið                        kr.     500.000
Umhverfisráðuneytið                          kr.     300.000
Á fjárlögum fyrir árið 2001                  kr.  2.000.000
 
2. Upplýst er á fundinum að umhverfisfulltrúa hafi verið falið að hanna bílastæði og umhverfi safnahússins.
 
3. Lagt fram bréf, dags. 7. febrúar 2001, frá húsfriðunarnefnd ríkisins um styrk vegna Sanda að fjárhæð kr. 300.000.
 
4. Lagt fram bréf, dags. 13. mars 2001, frá Atvinnuleysistryggingasjóði vegna Svæðisvinnumiðlunar Vesturlands er greiðir tvö störf í fimm mánuði á árinu í ár.
 
5. Lagt fram bréf, dags. 25. janúar 2001, frá Þjóðminjaráði um styrki 2001:
a) Launastyrkur kr.  1.156.464
b) Styrkur vegna Sarps-skráningakerfis  kr.       100.000
  Samtals kr. 1.256.464
 
6. Lagt fram bréf, dags. 13. mars 2001, frá menntamálaráðuneyti sem tilkynnir að stjórn Endurbótasjóðs menningarbygginga bjóði fram styrk vegna nýbyggingar safnahúss samtals að upphæð kr. 9.926.000.
Nefndin telur að þessi upphæð sé of lág miðað við heildarkostnað og felur  forstöðumanni að kanna málið frekar.
 
7. Gjöf Ólafs Guðmundssonar. Lögð fram móttökukvittun vegna gjafar Ólafs Guðmundssonar. Ólafur gefur byggðasafninu mynt- og seðlasafn sitt til minningar um Bjarna Ólafsson skipstjóra, Ólaf B. Björnsson ritstjóra og Katrínu Oddsdóttur, móður þeirra.
Framkvæmdanefndin felur Jóni Allanssyni forstöðumanni að færa Ólafi Guðmundssyni alúðarþakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Jósef H. Þorgeirsson (sign)  Valdimar Þorvaldsson (sign)
Anton Ottesen (sign)  Jón Allansson (sign)  
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00