Fara í efni  

Framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2001-2006)

1. fundur 23. janúar 2001 kl. 20:00 - 22:00
FRAMKVÆMDASTJÓRN BYGGÐASAFNS AKRANESS OG NÆRSVEITA
 
Ár 2001, þriðjudaginn 23. janúar kl. 20:00 kom framkvæmdanefnd Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í safnahúsinu að Görðum.
 
Til fundarins komu: Valdimar Þorvaldsson,
 Anton Ottesen,
 Jósef H. Þorgeirsson.
Auk þeirra sat Jón Allansson fundinn.

Þetta gerðist á fundinum:
1. Jón Allansson lagði fram kynningarefni um væntanlegt íþróttasafn og bréf sem senverður 350 aðilum um land allt.  Jafnframt er leitað eftir stuðningi og safngripum.  Þessu átaki verður síðan fylgt eftir með viðtölum.
 
2. Jón lagði fram rekstraryfirlit yfir byggingu safnahúss, m.v. 23.1.2001.  Kostnaður er kominn í kr. 36.244.422.-
 
3. Lögð fram gögn um útboð í flísalagnir en tvö tilboð bárust.
a) Jón Leósson kr. 650.000.-
b) Viðar Svavarsson kr. 910.000.-
Samþykkt að taka lægsta boðinu.
 
4. Jón greindi frá viðræðum við fulltrúa menntamálaráðuneytisins um styrk úr Endurbótasjóði menningarbygginga.  Gagnasöfnun stendur yfir og málið verður rætt frekar í framhaldi.
 
 Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Valdimar Þorvaldsson (sign)
 Anton Ottesen (sign)
 Jón Allansson (sign)
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00