Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

126. fundur 20. október 2014 kl. 16:00 - 18:30 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Sundfélag Akraness, erindi.

1409023

Formaður Sundfélags Akraness kynnir helstu nýjungar í uppbyggingu sundlaugamannvirkja.
Trausti Gylfason og Gunnar H. Kristinsson mættu á fundinn og fóru yfir framtíðarþarfir sundfélagsins.

2.Strætó Akranesi, útboð 2014

1409020

Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Reynissonar f.h. Hópferðarbíla Reynis Jóhannssonar varðandi ákvörðun um útboð á innanbæjarakstri strætó.
Framkvæmdastjóra falið að ræða við bréfritara. Þorvaldur Vestmann var viðstaddur þennan fundarlið.

3.Golfklúbburinn Leynir - grassláttur

1410033

Bréf Golfklúbbsins Leynis dags. 4. okt. 2014 varðandi grasslátt.
Erindið kynnt.

4.Fjárhagsáætlun 2015 umhverfis- og framkvæmdasviðs

1410116

Farið yfir drög að rekstrar-og framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs fyrir árið 2015.
Málið kynnt.

5.Sorphirða

903109

Samningur um sorphirðu rennur út í ágúst 2015.
Framkvæmdastjóra falið að kanna áhuga nágrannasveitarfélaga um sameiginlegt útboð.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00