Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

43. fundur 31. ágúst 2010 kl. 17:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Grundaskóli - endurbætur á skólalóð

1008073

Bréf fjölskylduráðs dags. 18.08.2010, þar sem óskað er eftir því að Framkvæmdastofa geri úttekt á hvar er þörf á að endurnýja fallundirlag á skólalóðum á Akranesi.

Vísað til skoðunar hjá umsjónarmanni fasteigna, og mun framkvæmdaráð taka málið til skoðunar í tengslum við viðhalds- og framkvæmdaáætlun ársins 2011.

2.Jólalýsingar

1008088

Drög að þjónustusamningi Orkuveitu Reykjavíkur og Akraneskaupstaðar um jólalýsingu í trjágróðri og aðra skrautlýsingu sem tengist jólum.

Framkvæmdaráð vísar til þess að áratugum saman hefur verið viðhaft ákveðið fyrirkomulag á þessum málum, fyrst á milli Rafveitu Akraness, þá Akranesveitu og svo Orkuveitu Reykjavíkur og Akraneskaupstaðar. Framkvæmdaráð telur ekki tilefni til breytinga þar á og felur framkvæmdastjóra að koma þeirri skoðun á framfæri við Orkuveitu Reykjavíkur.

3.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010

1002242

Rekstrar- og framkvæmdayfirlit Framkvæmdastofu tímabilið 01.01.10 - 31.07.10.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðunni. Samþykkt að vísa málinu til kynningar bæjarráðs og aðalskrifstofu.

Rætt um frágang OR á steypuvinnu Vesturgötu og Bakkatúns. Framkvæmdastjóra falið að óska eftir skýringum á yfirborðsfrágangi.

4.Golfklúbburinn Leynir - framkvæmdasamningur

1001061

Kostnaðaráætlun Framkvæmdastofu dags. 30.08.2010 vegna heildarkostnaðar við vélaskemmu við golfvöll, þ.m.t. innréttingar og frágangur lóðar.

Samþykkt að taka málið til umfjöllunar á næsta fundi. Framkvæmdastofu falið að vinna áfram að málinu.

5.Íþróttamannvirki - aðstöðumál ÍA

1008087

Bréf starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja, dags. 24. ágúst 2010, þar sem Framkvæmdastofu er falið að leggja gróft kostnaðarmat á óskir aðildarfélaga ÍA um breytta aðstöðu fyrir félögin.

Framkvæmdastofu falið að vinna umbeðið kostnaðarmat og leggja fyrir starfshópinn.

6.Framkvæmdaráð - starfshættir 2010-2014

1008105

Framkvæmdaráð mun hafa fasta fundartíma á þriðjudögum kl. 17:00. Fundað verður fyrsta og þriðja þriðjudag í mánuði.

Samþykkt.

7.Höfðasel - Akrafjallsvegur

1007019

Bréf bæjarráðs dags. 16.8.2010, þar sem Framkvæmdastofu var falið að annast framkvæmd á veg milli Höfðasels og Akrafjallsvegar.

Framkvæmdastofu falið að afla tilboða í verkið þegar hönnun þess er lokið.

8.Göngustígur meðfram Innnesvegi frá Víkurbraut að Garðagrund-Útboð

1002047

Bréf Framkvæmdastofu dags. 30.08.2010, varðandi kostnaðaruppgjör verksins. Fjárhagsáætlun var 6,5 m.kr. en heildarkostnaður var 7,0 m.kr. Frávik skýrast af magnaukningu í þökulögn.

Lagt fram.

9.Skógahverfi 1. áfangi - frágangur gangstétta

908017

Bréf Framkvæmdastofu dags. 30.08.2010, varðandi kostnaðaruppgjör verksins. Fjárhagsáætlun var 19 m.kr.en heildar kostnaður við verkið var 15,5 m.kr.

Lagt fram.

10.Íþróttamannvirki - viðhaldsverkefni

1008083

Skýrsla rekstrarstjóra íþróttamannvirkja vegna ársins 2009.

Lögð fram.

11.Grundaskóli - endurbætur á skólalóð

1008073

Bréf bæjarráðs dags. 19.8.2010 þar sem erindi fjölskylduráðs um fjárveitingu til kaupa á kastala og endurbóta á lóð Grundaskóla er vísað til umfjöllunar framkvæmdaráðs. Fjölskylduráð leggur til að farið verði í framkvæmdir á lóðinni fyrir 2,5 m.kr. og sótt verði um aukafjárveitingu til að standa undir framkvæmdakostnaði.

Framkvæmdaráð mælir með við bæjarráð að aukafjárveiting að fjárhæð 2,0 m.kr.verði veitt til umræddra tækjakaupa og viðhalds lóðar og að framkvæmdastofu verði falið að annast framkvæmd málsins.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00