Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

19. fundur 06. október 2009 kl. 17:15 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Flóahverfi - gatnagerð og lagnir.

810068

Verkfundargerð frá 22. september 2009.
Lögð fram.

2.Framkvæmdastofa - erindisbréf starfsmanna

909038

Erindisbréf fyrir starfsmenn Framkvæmdastofu, þ.e. verkefnastjóra, umsjónarmanns húseigna, rekstrarstjóra íþróttamannvirkja, rekstrarstjóra gatna- og umhverfismála og garðyrkjustjóra.Framkvæmdarráð samþykkir málið fyrir sitt leyti og felur framkvæmdastjóra að kynna starfsmönnum framkvæmdastofu erindisbréfin.

3.Sala á tækjum áhaldahúss

909039

Auglýst voru til sölu traktor og sturtuvagn. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir þeim tilboðum sem borist hafa fyrir tilgreindan frest. Tilboð bárust frá 12 aðilum í tækin.

Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboðum frá hæstbjóðendum í tækin. Frá Tryggva Val Sæmundssyni í sturtuvagn að fjárhæð kr. 550.000.- + vsk og frá Fjölsprot ehf í traktor að fjárhæð kr. 1.812.000.- + vsk. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá nauðsynlegum skjölum sem lýtur að sölu tækjanna.

4.Fasteignir - Reglur og skyldur leigusala og leigutaka

909043

Reglur um réttindi og skyldur á milli leigutaka og leigusala.


Framkvæmdaráð samþykkir reglurnar. Framkvæmdastjóra falið að kynna málið fyrir bæjarstjórn.

5.Framkvæmdastofa - fjárhagsáætlun 2010

909044

Viðhald stofnana. Viðræður við Kristján Gunnarsson, umsjónarmann fasteigna um viðhaldsþörf fasteigna Framkvæmdastofu og forgangsröðun verkefna.Framkvæmdaráð- og stofa munu forgangsraða verkefnum þegar fjárhæð í fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 liggur fyrir.

6.Framkvæmdastofa - Rekstrarstaða 2009

908018

Rekstrarstaða 1/1 - 31/8 2009 ásamt bréfi framkvæmdarstjóra dags. 2. október 2009.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Framkvæmdaráð samþykkir að senda málið til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs og eftir atvikum aðalskrifstofu.

7.Ægisbraut 1-7

904039

Bréf Bifreiðastöðvar Þ.Þ.Þ. ehf. dags. 28. september 2009, þar sem húsaleigusamningi við Framkvæmdastofu er sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara.


Þórður Þ. Þórðarson vék af fundi við umfjöllun þessa liðar. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir hugsanlegum möguleikum til lausnar húsnæðismálum Framkvæmdastofu.

8.Ræsting í stofnunum Akraneskaupstaðar.

907011

Minnisblað framkvæmdastjóra dags. 5. október 2009 um fyrirkomulag ræstinga í Þorpinu, bókasafni, tónlistarskóla og bæjarskrifstofu.

Framkvæmdarráð vísar málinu til bæjarráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.

9.Íþróttamannvirki - breyting vinnufyrirkomulags

906175

Bréf Vilhjálms Birgissonar dags. 2. október 2009 f.h. Verkalýðsfélags Akraness þar sem því er mótmælt að notkun íþróttahúsa sé leifð til íþróttafélaga eftir að formlegri starfsemi er hætt á daginn.
Lagt fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00