Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

37. fundur 04. maí 2010 kl. 17:15 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Byggðasafnið - geymslur

1004036

Bréf bæjarráðs dags. 26. apríl 2010 þar sem erindi Byggðasafnsins í Görðum dags. 25. mars 2010, vegna geymslurýmis fyrir byggðasafnið, er vísað til umfjöllunar Framkvæmdaráðs. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu þessa máls, en skv þeirri skoðun sem hann hefur gert, er ljóst að geymsluvandræði safnsins eru veruleg þess utan að núverandi húsnæði uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru til sérhæfðra geymslna fyrir safnamuni. Framkvæmdastjóri telur því að umrædd beiðni sé byggð á brýnni þörf safnsins og mælir með því að eignaraðilar safnsins verði við óskum forstöðumanns hvað þetta mál varðar.


Framkvæmdastjóra falið að senda álit sitt til bæjarráðs.

2.Fjárhagsáætlun 2010 - Framkvæmdastofa

911039

Breytingar á fjárhagsáætlun 2010, fyrsta endurskoðun ársins.

Lagt fram.

3.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010

1002242

Rekstrarstaða Framkvæmdastofu tímabilið 1/1 - 31/3 2010. Greinargerð framkvæmdastjóra dags. 4. maí 2010.

Framkvæmdaráð samþykkir að senda greinargerð framkvæmdastjóra til umfjöllunar bæjarráðs til úrvinnslu við næstu endurskoðun fjárhagsáætlunar.

4.Hreinsun opinna svæða.

1004093

Rætt um hreinsun opinna svæða í bæjarfélaginu. Undanfarin ár hafa bæjaryfirvöld samið við ýmis félagasamtök um hreinsun og hefur verið veitt til þeirra mála um ein milljón krónur á ári. Þessir fjármunir eru ekki inni í fjárhagsáætlun Framkvæmdastofu á árinu 2010. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir þörf á að jafna út og sá í opið moldarsvæði á milli Lundarhverfis og Garðalundar. Áætlaður kostnaður er um 1,1 milljón krónur og ef gengið verður frá svæðinu í samræmi við nýtt deiliskipulag er áætlaður kostnaður með frágangi bifreiðastæða um 3,6 milljónir króna.



Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð og bæjarstjórn að veitt verði aukafjárveiting að fjárhæð 1.1 milljón króna í umrætt verkefni. Framkvæmdaráð óskar eftir upplýsingum bæjarráðs um hvernig staðið skuli að hreinsunarverkefnum félagasamtaka á þessu ári.

5.Íþróttahúsið við Vesturgötu, breyttur opnunartími.

1004094

Tölvubréf FIMA dags. 27. apríl 2010 þar sem þess er óskað að opnunartími íþróttahússins við Vesturgötu verði færður til fyrra horfs frá 1. september n.k.

Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu.

6.Götuljós.

1004013

Drög að þjónustusamningi við Orkuveitu Reykjavíkur um viðhald götu- og útilýsingar. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir viðræðum við starfsmenn söludeildar OR um samninginn. Ekki hefur náðst viðunandi niðurstaða á málinu að mati framkvæmdastjóra og leggur hann til að málinu verði vísað til frekari úrvinnslu bæjarstjóra og fulltrúa Akraneskaupstaðar í stjórn OR og þess freistað að ná viðundandi samningi um málið þar sem gengið verði út frá eðlilegri hagræðingarkröfu í viðhaldi götuljósakerfisins á Akranesi og ná þannig fram eðlilegri lækkun á árlegum rekstrarkostnaði bæjarfélagsins.


Framkvædastjóra falið að koma málinu á framfæri við bæjarstjóra og fulltrúa Akraneskaupstaðar í stjórn OR. Sveinn tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

7.Dýrahald - breyting á samþykkt - 2010.

1004012

Bæjarstjórn hefur nú tekið til afgreiðslu tillögur Framkvæmdaráðs um breytingar á samþykktum um dýrahald.

Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að nýjar samþykktir um dýrahald taki gildi frá og með 1. janúar 2011, enda nauðsynlegt að dýraeigendur hafi aðlögunartíma að nýjum reglum. Innheimt verði óbreytt eftirlitsgjöld á árinu 2010 og að Framkvæmdastofa vinni að gerð tillögu að nýjum gjaldskrám og hvernig staðið verði að eftirlitsmálum á grundvelli nýrra samþykkta.

8.Grundaskóli / Þak / Útboðsgögn

1001013

Bréf Trésmiðjunnar Akurs ehf dags. 28. apríl 2010 varðandi endurbætur á þaki Grundaskóla.


Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00