Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

48. fundur 16. nóvember 2010 kl. 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Rekstur Akranesvallar og -hallar og æfingasvæðis að Jaðarsbökkum.

1010008

Minnisblað rekstrarstjóra vinnuskólans, dags. 12. nóvember 2010, varðandi útvistun verkefna sem falla undir vinnuskólann á Jaðarsbakkasvæðinu. Viðræður við Einar Skúlason.

Rekstrarstjóri vinnuskólans gerði grein nánar fyrir sjónarmiðum sínum um útvistun verkefna.

Minnisblaðið lagt fram.

2.Kartöflugarðar 2010

1003132

Bréf bæjarstjórnar dags. 10. nóvember 2010, þar sem tilkynnt er um aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 650.000.- til færslu á kartöflugörðum bæjarins á nýjan stað í bæjarlandinu. Viðræður við nokkra áhugamenn um kartöflurækt á Akranesi og garðyrkjustjóra kl. 19:00

Á fundinn mættu þeir Sigurður Gunnarsson, Kristján Heiðar og Elías Jóhannesson ásamt Snjólfi Eiríkssyni, garðyrkjustjóra. Rætt var um fyrirkomulag kartöflugarða, þjónusta þeirra og staðsetning. Rætt um frístundagarða og kartöflubændur lýstu yfir áhuga á málinu.

Bréf bæjarstjórnar lagt fram.

3.Hundahald - breyting á samþykkt 2010

1001064

Tillaga HEV á reglum sbr nýjar samþykktir um hundahald í þeim tilfellum sem umsóknir eru um að halda fleiri hunda en tvo. Við leyfisveitingu þarf m.a. að hafa í huga mismunandi rýmisþarfir fyrir hunda, gæta að lágmarksstærð vistarvera bæði úti og inni og fl. Fyrir liggur jákvæð umsögn félags hundaeigenda á Akranesi á þessum skilyrðum sbr. tölvupóst formanns félagsins dags. 4. nóvember 2010.

Framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skilyrði sem settar eru í samræmi við ákvæði í samþykktum um hundahald.

Framkvæmdastjóri kynnti svarbréf Umhverfisráðuneytisins á erindi Heilbrigðiseftirliti Vesturlands dags. 21. október um fyrirkomulag samþykkta Akraneskaupstaðar um gæludýrahald, framkvæmdastjóri HEV hafði lýst yfir efasemdum um að samþykktir Akraneskaupstaðar væru í samræmi við lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Í ljósi bréfs ráðuneytisins telja bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu ekki tilefni til frekari skoðunar á umræddum samþykktum að svo komnu máli.

4.Hundahald - breyting á samþykkt 2010

1001064

Framkvæmdastjóri framkvæmdastofu kynnti drög að erindisbréfi fyrir dýraeftirlitsmann og drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011. Einnig kynnti hann samanburð á eftirlitsgjöldum vegna hunda og katta sem innheimt eru í nokkrum samanburðarsveitarfélögum.

Framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi erindisbréf fyrir nýtt starf dýraeftirlitsmanns ásamt drög að fjárhagsáætlun og samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar bæjarráðs og bæjarstjórnar með beiðni um heimild til ráðningar í starf dýraeftirlitsmanns.

Sveinn situr hjá við afgreiðslu málsins.

5.Hundahald - breyting á samþykkt 2010

1001064

Tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir hundahald á Akranesi.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi gjaldskrá verði samþykkt með áorðnum breytingum. Sveinn situr hjá við afgreiðslu málsins.

6.Kattahald - breyting á samþykkt 2010.

1003134

Tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir kattahald á Akranesi.

Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn breytingu á samþykktum um kattahald þannig að hætt verði við bann við lausagöngu katta í bæjarfélaginu, en skv. nýrri samþykkt um kattahald sem taka á gildi um næstu áramót er kveðið á um bann við lausagöngu katta. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá málinu og leggja fyrir bæjarstjórn með tillögu að nýrri samþykkt.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi gjaldskrá verði samþykkt.

7.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010

1002242

Rekstrar- og framkvæmdayfirlit Framkvæmdastofu fyrir tímabilið janúar - október 2010. Skýrsla framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 15. nóvember 2010.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fjárhagsstöðu Framkvæmdastofu, en rekstrar- og framkvæmdaliðir eru í heild sinni innan samþykktra fjárheimilda að mati framkvæmdastjóra. Framkvæmdaráð samþykkir að senda bæjarráði ásamt aðalskrifstofu gögnin til frekari úrvinnslu við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010.

8.Höfðasel - Akrafjallsvegur

1007019

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir uppgjöri verksins, en uppgjör verksamnings var kr. 4.186.954.-, aukaverk kr. 444.433.- Fjárveiting til verksins var 6,0 m.kr. Jafnframt var upplýst að framkvæmdastjóri hafi í samráði við framkvæmdaráð, samið við malbiksframleiðanda um slitlag á svæði undir garðaúrgang að fjárhæð um 900 þús. kr. Heildarkostnaður við verkið var þannig um 5,5 m.kr.

Framkvæmdaráð staðfestir samning um kaup á malbiki á svæði undir garðaúrgang.

9.Íþróttamannvirki - aðstöðumál ÍA

1008087

Drög að framkvæmdasamningi við Keilufélag Akraness um endurbætur á tækjabúnaði og húsnæðisaðstöðu félagsins við Vesturgötu. Fjárframlag Akraneskaupstaðar er 6,0 m.kr. í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 9. nóvember 2010.

Framkvæmdaráð samþykkir samninginn.

10.Íþróttahús Vesturgötu 130-Klæðning lágbygginga.

805035

Útboðslýsing, verklýsing ásamt tilboðsskrá og kostnaðaráætlun fyrir lokaáfanga á klæðningu íþróttahússins við Vesturgötu að utan, unnin af Almennu verkfræðistofnunni hf í október 2010.

Framkvæmdaráð óskar eftir heimild bæjarráðs til að auglýsa verkið til útboðs.

11.Tímatökubúnaður, beiðni um endurnýjun búnaðar.

1011070

Bréf Sundfélags Akraness dags. 11. nóvember 2011 þar sem vakin er athygli á nauðsyn á að endurnýja snertur sem notaðar eru við tímatöku á sundmótum.

Framkvæmdaráð samþykkir leggja til við bæjarstjórn að veitt verði fjárveiting að fjárhæð kr. 750.000.- til kaupa á umræddum tækjum í fjárhagsáætlun ársins 2011.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00