Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

49. fundur 07. desember 2010 kl. 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Aðalskoðun leiksvæða og leiktækja

1011065

Bréf BSI dags. 9. nóvember 2010, þar sem bent er á lagaskyldu rekstraraðila leiksvæða um að leiksvæði og leikvallatæki skuli árlega aðalskoðuð. Minnispunktar framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 3. desember 2010 varðandi fyrirkomulag eftirlits með leiksvæðum.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu. Framkvæmdaráð tekur undir skoðun framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands hvað varðar skoðunartíðni aðalskoðunar á leiksvæðum við leik og grunnskóla svo og á opnum leiksvæðum. Framkvæmdaráð beinir því til stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga að stjórnin beiti sér fyrir nauðsynlegum breytingum á reglum hvað þessi mál varðar.

2.Langisandur - útivistarsvæði.

1007074

Bréf Bjarna Jónssonar, dags. 20.07.2010, varðandi tillögur Elínar Gunnlaugsdóttur, arkitekts, vegna þriggja smáhýsa sem eru hugsuð sem þjónustuhús fyrir Langasand.

Framkvæmdaráð telur umræddar hugmyndir allrar athygli verðar og beinir því til bæjarstjórnar að hafist verði handa við skoðun skipulags við Langasand, m.a. út frá fyrirkomulagi nauðsynlegra mannvirkja á svæðinu vegna notkunar svæðisins fyrir afþreyingu og útvist. Verkefnastjóra falið að skoða bætta aðstöðu við sturtuaðstöðu á Langasandi.

3.Útboð - sláttur á opnum svæðum.

1011129

Drög að útboðsgögnum "Sláttur á opnum svæðum á Akranesi" dags. í október 2011. Um er að ræða útboð á slætti á opnum svæðum á Akranesi samtals um 28 ha. Viðræður við garðyrkjustjóra.

Á fundinn mætti Snjólfur Eiríksson, garðyrkjustjóri til viðræðna. Gerði hann grein fyrir útboðsgögnunum.

Framkvæmdaráð samþykkir útboðið og felur Framkvæmdastofu framkvæmdina.

4.Endurskoðun samþykktar um búfjárhald

1003035

Tillaga að nýrri samþykkt um búfjárhald á Akranesi. Viðræður við garðyrkjustjóra.

Á fundinn mætti Snjólfur Eiríksson, garðyrkjustjóri til viðræðna. Gerði hann grein fyrir tillögunni að nýjum samþykktum um búfjárhald á Akranesi. Framkvæmdaráð samþykkir að vísa samþykktunum til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

5.Brekkubæjarskóli - sala á eldavél

1012034

Tölvupóstur skólastjóra Brekkubæjarskóla dags. 18. nóvember 2010, þar sem óskað er heimilda til að selja eldavél og ráðstafa söluandvirði til kaupa á hitakössum til nota í mötuneyti skólans.

Framkvæmdaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti, og felur framkvæmdastjóra að fylgja málinu eftir í samræmi við reglur þar um.

6.Mótorcross - aðstaða

1012042

Bréf Unglingaráðs Akraness þar sem vakin er athygli á umfjöllun frá 16. nóvember á bæjarstjórnarfundi unga fólksins um aðstöðu fyrir mótorcross.

Framkvæmdaráð þakkar fyrir framkomnar ábendingar. Framkvæmdaráð bendir á, að í nýrri skýrslu starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akranesi sem nú er til kynningar og umfjöllunar í bæjarstjórn, er gert ráð fyrir að þau atriði sem unglingaráðið bendir á í greinargerð sinni, verði framkvæmd á árinu 2011.

7.Gamli miðbærinn - ábending um úrbætur

1012043

Bréf Unglingaráðs Akraness þar sem vakin er athygli á umfjöllun frá 16. nóvember á bæjarstjórnarfundi unga fólksins um miðbæinn og skrúðgarðinn.

Framkvæmdaráð þakkar fyrir framkomnar ábendingar og mun taka þær til nánari skoðunar við ákvörðun á skiptingu viðhaldsfé þegar fjárhagsáætlun liggur fyrir.

8.Bókasafn Akraness - hljóðeinangrun hússins

1012044

Bréf byggingarfulltrúa og umsjónarmanns fasteigna dags. 25. nóvember 2010 varðandi úttekt á húsnæði bókasafnsins Dalbraut 1 með tilliti til hljóðs ásamt bréfi Egg arkitekta dags. 22. nóvember 2010 og bréfs bæjarbókavarðar dags. 1. september 2010.

Lagt fram til upplýsinga. Framkvæmdastjóra falið að gera bæjarbókaverði grein fyrir niðurstöðu málsins.

9.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2011

1009156

Minnisblöð framkvæmdastjóra dags. 22. nóvember og 2. desember 2010 til bæjarráðs og fjármálastjóra vegna niðurskurðar á fjárhagsáætlunardrögum fyrir árið 2011.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála.

10.Íþróttamiðstöð Jaðarsbökkum ? starfshópur.

1012045

Tillaga framkvæmdastjóra um skipan starfshóps um rekstur íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum ásamt drögum að erindisbréfi fyrir starfshópinn. Starfshópinn skipi rekstrarstjóri íþróttamannvirkja og framkvæmdastjórar ÍA og KFíA.

Framkvæmdaráð samþykkir tillöguna.

11.Íþróttahús - Útleiga vegna skemmtanahalds

1012059

Umsókn Club 71 til að fá leigt Íþróttahúsið að Jaðarsbökkum til að halda þar þorrablót til styrktar knattspyrnufélagi ÍA. Í bréfinu kemur m.a fram að miðar verði eingöngu seldir í forsölu og aldurstakmark verði 20 ár.

Framkvæmdaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur framkvæmdastjóra að ganga frá málinu.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00