Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

3. fundur 17. febrúar 2009 kl. 20:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Þjónustusamningar á vegum Framkvæmdastofu - uppsögn samninga

901147

Fyrir liggur samþykkt bæjarstjórnar um að segja skuli upp gildandi þjónustusamningum á vegum Akraneskaupstaðar.



Framkvæmdastjóra falið að skoða málið og leggja tillögur fyrir framkvæmdaráð.

2.Fjárhagsáætlun 2009.

901179

Bréf framkvæmdastjóra dags. 16. febrúar 2009, varðandi fjárveitingar til Framkvæmdastofu á fjárhagsáætlun 2009.


Lagt fram.

3.Flóahverfi - gatnagerð og lagnir.

810068

8. verkfundargerð lögð fram. Fyrir liggur samkomulag á milli verktaka og verkkaupa um breytingu á verksamningi aðila, þannig að verkið verður ekki klárað skv verksamningi, dags. 13. febrúar 2009.



Framkvæmdaráð staðfestir samning á milli aðila, dags. 13. febrúar 2009. Bætur vegna breytinga á samningi eru kr. 3.640.000.- sem skiptist á milli Akraneskaupstaðar, Orkuveitu Reykjavíkur og Mílu í samræmi við hlutfall þeirra að verksamningnum.

4.Akraneshöllin - ábendingar bæjarstjórnar unga fólksins

902013

Bréf unglingaráðs Akraness dags. 28/1 2009, þar sem farið er fram á úrbætur í Akraneshöllinni annars vegar vegna kulda og hins vegar vegna geymslu á boltum.



Framkvæmdaráð þakkar góðar ábendingar og mun taka þær til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar árins 2010.

5.Skógahverfi - yfirfall frá skolpdælubrunni

902103

Minnisblað frá Mannviti dags. 10.2.2009 lagt fram.



Lagt fram. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

6.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - viðhaldsverkefni

902102

Minnispunktar forstöðumanns íþróttamannvirkja vegna fyrirliggjandi verkefna í íþróttamannvirkjum.
Lagt fram.

7.Viskubrunnur - undirbúningur

901156

Minnisblað verkefnisstjóra dags. 16. febrúar 2009, um undirbúning og tillögu að framkvæmdatilhögun við verkið.



Framkvæmdastjóri og verkefnastjóri gerðu grein fyrir málinu. Framkvæmdastjóri upplýsti að hafist hafi verið handa við hreinsun tjarna sbr. fyrirmæli þar um. Framkvæmdaráð samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs til frekari ákvörðunar.

8.Bíóhöllin - endurbætur

901158

Minnisblað verkefnastjóra dags. 16. febrúar 2009, varðandi tillögu að framkvæmd viðhalds hússins að utan.



Framkvæmdastjóri og verkefnastjóri gerðu grein fyrir málinu. Framkvæmdaráð samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs til frekari ákvörðunar.

9.Skógahverfi 2. áfangi - gatnagerð og lagnir

902124

Fundargerð aukaverkfundar dags. 13. febrúar 2009. Í fundargerðinni kemur fram að samkomulag hafði náðs á milli verktaka og verkkaupa um uppgjör tafabóta vegna verksins og greiðir verktaki verkkaupa 3.640.000.- í tafabætur vegna verksins.

Framkvæmdaráð staðfestir niðurstöðu verkfundarins um uppgjör tafabóta.

10.Akrasel - leikskólinn við Ketilsflöt

901154

Verkfundargerði númer 23 og 24 lagðar fram.

Verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu málsins, en lokaúttekt á verkinu fer fram í þessari viku.

11.Bókasafn Dalbraut 1 - verkfundagerðir 2009.

902001

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir verkframvindu. Fundargerðin lögð fram.


Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir tjóni sem varð á húsnæðinu vegna íkveikju um síðustu helgi. Framkvæmdaráð mun fara í vettvangsskoðun um mannvirkið á næsta fundi. Lögð var fram greinagerð byggingarfulltrúa dags. 17.02.2009

12.Stillholt 16-18 - húsnæðiskaup vegna stjórnsýslu

901157

Teikningar Mark-stofu að breytingu húsnæðisins ásamt verklýsingu og grófu kostnaðarmati við endurbætur húsnæðisins.



Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu verksins, en nú er verið að ljúka hreinsun á húsnæðinu og verið er að leggja lokahönd á hönnun þess ásamt lagnahönnun. Framkvæmdarstjóra falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00