Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

38. fundur 18. maí 2010 kl. 18:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Golfklúbburinn Leynir - framkvæmdasamningur v. vélaskemmu

1001061

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 11 maí 2010 samning um byggingu vélageymslu fyrir Golfklúbbinn Leyni. Um er að ræða 250m2 stálgrindahús sem staðsett verður innan athafnasvæðis Leynis á Garðavelli. Fyrir liggur breyting á gildandi deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir umræddri byggingu. Áætlaður kostnaður við verkið er 20,4 milljónir króna með vsk sem vísað hefur verið til endurskoðunar fjárhagsáætlunar árið 2010. Samningurinn gerir ráð fyrir að framkvæmdin verði á vegum Framkvæmdastofu og í eigu Eignasjóðs Akraneskaupstaðar.


Framkvæmdastjóri kynnti drög a verksamningi við Sunice vegna vélgeymslu að fjárhæð 14.250.000.- sem innifelur kostnað við stálgrindarhús, sökkla og steypta plötu og hönnun. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.

2.Verklýsing Ægisbraut suðvesturendi

1005029

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir framvindu verksins, en Orkuveita Reykjavíkur er að skoða hvort skipta þurfi um ýmsar lagnir í götunni áður en hægt verður að fara í framkvæmdir við að leggja slitlag á götuna í samræmi við samþykktir Framkvæmdaráðs.



Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála.

3.Ársreikningar 2009

1005033

Ársreikningur Eignasjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2009 liggur nú fyrir til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn. Helstu stærðir í reikningunum eru eftirfarandi:
Rekstrartekjur 736,3 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða 447,8 m.kr. Fjármagnsliðir 345,6 m.kr. Tap ársins 59,5 m.kr.
Eignir samtals 3.244,8 m.kr. Langtímaskuldir 2.965,7 m.kr. Skammtímaskuldir 330,7 m.kr. Neikvætt eigið fé 64,2 m.kr.



Endurskoðandi Jóhann Þórðarson kom á fundinn og gerði grein fyrir ársreikningi.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00