Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

45. fundur 05. október 2010 kl. 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Framkvæmdir á Jaðarsbökkum.

1009118

Bréf knattspyrnufélags ÍA dags. 16.09.2010, þar sem óskum félagsins um framkvæmdir á Jaðarsbökkum er komið á framfæri. Samkvæmt mati félagsins er þörf fyrir framkvæmdir að fjárhæð 176 milljónir króna á næstu árum sem sundurliðast þannig: Æfingarsvæði, endurnýjun grassvæða 65 m.kr, aðalvöllur, endurnýjun grassvæða 12 m.kr, Akraneshöllin, áhaldageymslur, upphitun áhorfendasvæða og málun gafla 46 m.kr, Áhorfendastúka, viðhald og skyggni, 16 m.kr, skrifstoffuhús KFÍA 30 m.kr og miðasöluskúr 6 m.kr.

Samþykkt að vísa erindinu til starfshóp sem vinnur að úttekt og forgangsröðun verkefna í íþróttamannvirkjum bæjarins svo og vinnu við fjárhagsáæltun ársins 2011 hvað viðhaldsverkefni varðar sem fram koma í bréfinu.

2.Vesturgata og Bakkatún. Yfirborðsfrágangur.

1009129

Greinargerð Orkuveitu Reykjavíkur ásamt myndum vegna yfirborðsfágangs á Vesturgötu og Bakkatúni. Framkvædaráð hafði óskað eftir skýringum fyrirtækisins á umræddum endurbótum, en yfirboðsviðgerð umrædds svæðis er talið ábótavant. Telur fyrirtækið að umræddar endurbætur hafi verið unnar á þann besta hátt sem völ var á miðað við aðstæður.

Framkvæmdaráð leggur áherslu á að gott samstarf sé við verktaka til að tryggja að frágangur verka sé í hverju tilfelli góður.

3.Íþróttamannvirki - viðhaldsverkefni

1008083

Greinargerð Almennu verkfræðistofunnar dags í ágúst 2010 vegna ástands utanhúss á mannvirkjum íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum. Greinargerðin tekur á hvaða viðhaldsaðgerðir eru taldar nauðsynlegar og þeim raðað í forgangsröð og kostnaðarmetnar. Kostanður vegna verkefnanna er áætlaður 17 m.kr.

Lagt fram.

4.Grundaskóli / Þak / Útboðsgögn

1001013

Minnisblað verkefnastjóra dags. 29.09.2010 varðandi uppgjör verksins "Grundaskóli þakviðgerðir"
Heildarkostnaður við verkið var um 14,4 m.kr með umsjónarkostnaði og teiknivinnu. Verkið var boðið út á sínum tíma og var lægsta tilboð tæplega 14,8 m.kr, án umsjónarkostnaðar og teiknivinnu, en ákveðið var að hafna öllum tilboðum og að framkvæmdastofa myndi annast verkið með verktökum og eigin starfsmönnum.

Lagt fram til upplýsingar.

5.Eignir Akraneskaupstaðar - Sláttuvél og hoppukastalar.

1009158

Minnisblað rekstrarstjóra íþróttamannvirkja dags. 30.09.2010, þar sem lagt er til að sláttuvél sem Akraneskaupstaður á og hefur ekki verið notuð undanfarin ár verði auglýst til sölu svo og hoppukastalar í eigu kaupstaðarins og voru hugsaðir til afnota í Akraneshöllinni sem hafa verið afar lítið notaðir.

Afgreiðslu frestað.

6.Vélaskemma fyrir golfklúbbinn

1005091

Ársreikingur GL fyrir árið 2009 kynntur ásamt tölvupósti frá útibústjóra Landsbankans á Akranesi dags. 23.09.2010 um viðskipti klúbbsins við bankann er skýrð. Minnisblað verkefnastjóra dags. 30.09.2010 um skiptingu kostnaðar á milli GL og Akraneskaupstaðar vegna framkvæmda við vélaskemmu sem gerir ráð fyrir byggingu 510 m2 stálgrindarhúsi og kostnaðarskiptingu á milli bæjarins 80% og klúbbsins 20%. Framkvæmdakostnaður er áætlaður um 84 m.kr og er hluti Akraneskaupstðar um 67,2 m.kr og GL 16,8 m.kr og þar af greiðir Akraneskaupstaður m.a. hluta fjárhæðarinnar með lóð á hafnarsvæði Akraneskaupstaðar að fjárhæð 16,9 m.kr. Gert er ráð fyrir að samnið verði við DS lausnir um kaup á stálgrindarhúsi sem fyrirtækið mun sjá um að reisa á vallarsvæðinu.

Vísað til kynningar hjá bæjarfulltrúum.

7.Kartöflugarðar 2010

1003132

Minnisblað garðyrkjustjóra dags. 29.09.2010 varðandi mögulegan flutning á kartöflugörðum bæjarins á nýjan stað við gömlu innkeyrslu í bæinn handan svokallaðs Bílásshúss, en núverandi garðstæði eru gengin úr sér og mikil órækt þar til staðar. Áætlaður kostnaður við að brjóta nýtt land er um 1,0 m.kr, þar af um 650 þúsund krónur á árinu 2010.

Framkvæmdaráð samþykkir tillögu garðyrkjustjóra um flutning á kartöflugörðum bæjarins og fer jafnframt fram á við bæjarstjórn að veitt verði aukafjárveiting að fjárhæð 250 þúsund þannig að hægt sé að framkvæma nauðsynlegan undirbúning á árinu 2010.

8.Trjárækt í hestabeitarhólfi

1009053

Erindi Björns Jónsónar um heimild til að planta út trjáplöntum í beitarhólf sem hann hefur haft til afnota vegna hesta. Umsögn garðyrkjustjóra dags. 27.09.2010, en hann telur því ekki neitt að fyrirstöðu að hægt sé að heimla slíka plöntun.

Framkvæmdaráð samþykkir umrædda beiðni Björns á þeim nótum að plöntun sé heimil, enda verði gengið frá tímabundnum samningi þar um með nánari ákvæðum. Samningsdrögin verði síðan lögð fyrir framkvæmdaráð til staðfestingar.

9.Hundaeftirlit

1009048

Erindi Margrétar Tómasdóttur dags. 8.09.2010, þar sem athugasemdir eru gerðar við störf dýraeftirltismanns.

Framkvæmdastjóri kynnti gögn varðandi málið frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands dags. 9.9.2010 og lögregluskýrslu vegna sama máls. Einnig kynnti framkvæmdastjóri kröfu HEV dags. 28.09.2010 þar sem krafa er gerð um að öll hundaleyfi til Margrétar verði afturkölluð svo og bréf sitt til Margrétar dags. 30.09.2010 þar sem hann tilkynnir fyrirhugaða afturköllun leyfa.
Einnig kynnti framkvæmdastjóri minnisblað sitt dags. 24.09.2010 ásamt fylgigögnum varðandi kvartanir Margrétar yfir dýraeftirlitsmanni. Niðurstaða framkvæmdastjóra eftir að hafa kynnt sér málsgögn m.a. með viðræðum við dýraeftirlitsmann, næsta yfirmann hans og fulltrúa HEV, er að ekki sé hægt að taka undir þau umkvörtunarefni Margrétar á dýraeftirlitsmann Akraneskaupstaðar, og ber framkvæmdastjóri fullt traust til Magnúsar Sigurðssonar, starfsmanns Akraneskaupstaðar sem sinnt hefur starfi dýraeftirlitsmanns, til að starfa áfram sem eftirlitsmaður og telur að ásakanir Margrétar séu ekki byggðar á staðreyndum, m.a. með vísan til fyrirliggjandi gagna.

Framkvæmdaráð tekur undir álit framkvæmdastjóra hvað varðar störf dýraetirlitsmanns og hafnar þar með kröfu Margrétar Tómasdóttur sbr erindi hennar.

10.Götuljós.

1004013

Tölvupóstur Orkuveitu Reykjavíkur dags. 22.09.2010, varðandi niðurstöður úr tilraunaverkefni sveitarfélaga og OR um lækkun logtíma götulýsinga. Niðurstaðan er sú að með því að lækka logtímann úr 50 luxa lýsingu niður í 30 luxa lýsingu náist fram sparnaður um 3% sem gerir 9.300.- krónur á mánuði fyrir Akranes.

Framkvæmdastóri telur þennan sparnað ekki þess virði að halda honum áfram og bendir á að skerðingin kemur fyrst og fremst niður á þeim tíma sem börn eru á leið í og úr skóla og leggur til að Akraneskaupstaður færi aftur til fyrra horfs logtímann á Akranesi.

Framkvæmdaráð samþykkir tillögu framkvæmdastjóra.

11.Hundahald - breyting á samþykkt 2010

1001064

Tillaga HEV á reglum sbr nýjar samþykktir um hundahald í þeim tilfellum sem umsóknir eru um að halda fleiri hunda en tvo. Við leyfisveitingu þarf m.a. að hafa í huga mismunandi rýmisþarfir fyrir hunda, gæta að lágmarkssærð vistarvera bæði úti og inni og fl.

Framkvæmdaráð óskar eftir umsögn félags hundaeigenda á Akranesi á tillögunni.

12.Rekstur Akranesvallar og -hallar og æfingasvæðis að Jaðarsbökkum.

1010008

Bréf Knattspyrnufélags ÍA dags. 30.09.2010, þar sem óskað er eftir viðræðum við Akraneskaupstaðar hvort áhugi væri á því að ganga til samninga við KFÍA um að félagið annist rekstur Akranesvallar og Akraneshallar.

Framkvæmdaráð samþykkir að boða bréfritara á fund við ráðið.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00