Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

5. fundur 17. mars 2009 kl. 17:15 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Bókasafn Dalbraut 1 - verkfundagerðir 2009.

902001

Fundargerð verkfundar frá 11.03.2008.
Lögð fram.

2.Flóahverfi - gatnagerð og lagnir.

810068

Fundargerð verkfundar frá 10.03.2008.

Lögð fram.

3.Fjárhagsáætlun 2009

901179

Minnisblað framkvæmdastjóra dags. 16.02.2008, varðandi fjárveitingar til framkvæmdastofu í fjárhagsáætlun 2009.
Málið rætt ítarlega.

4.Viskubrunnur - undirbúningur

901156

Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu Landslags ehf að skipulagi við tjarnir í Álfalundi ásamt frumkostnaðaráætlun.
Málið rætt.

5.Garðasel - þakviðgerð

901161

Úttekt Almennu verkfræðistofunnar dags í mars 2008 á skemmdum í þaki leikskólans Garðasels ásamt tillögum að úrbótum og kostnaðaráætlun vegna nauðsynlegra framkvæmda.

Málinu frestað, framkvæmdastjóra falið að afla frekari gagna.

6.Göngustígar - frágangur

901160

Framkvæmdarstjóri kynnti gögn vegna verkkönnunar á stíg meðfram kirkjugarði.
Framkvæmdastjóra falið að óska tilboða í verkið í samræmi við umræður á fundinum.

7.Skógahverfi - yfirfall frá skolpdælubrunni

902103

Framkvæmdastjóri kynnti að kannað hafi verið með verð í verkið frá verktökum og liggur niðurstaða þess fyrir. Lægsta verð er kr. 867.000.-
Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi um verkið við lægstbjóðanda, Þrótt ehf.

8.Þjónustusamningar á vegum Framkvæmdastofu - uppsögn samninga

901147

Málið rætt.

9.Opnunartímar stofnana - endurskoðun

901145

Minnispunktar rekstrarstjóra íþróttamannvirkja dags. 16.03.2008.


Lagt fram. Ákvörðun frestað. Framkvæmdaráð samþykkir að fara í skoðun íþróttamannvirkja n.k. mánudag kl. 17:15.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00