Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

33. fundur 07. apríl 2010 kl. 17:15 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Grundaskóli / Þak / Útboðsgögn

1001013

Samþykkt bæjarráðs frá 18. mars 2010 þar sem bæjarráð samþykkir að framkvæmdaráði hafi verið óheimilt að bjóða út verkið "Grundaskóli þak" þar sem útboðsgögn höfðu ekki verið lögð fyrir bæjarráð og á þeim grundvelli hafi bæjarráð samþykkt að hafna fram komnum tilboðum. Samþykkt bæjarstjórnar frá 23. mars 2010 þar sem samþykkt er að vísa til Framkvæmdaráðs að nýju málinu "Grundaskóli þak"

Framkvæmdarráð telur nauðsynlegt að bóka eftirfarandi vegna samþykktar bæjarráðs frá18/3 s.l. um ákvörðun Framkvæmdaráðs vegna útboðs á þaki Grundaskóla:

Ný samþykkt um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar tók gildi þann 1. janúar 2009. Í 74. gr, 2 mgr. þeirrar samþykktar segir orðrétt:

?Framkvæmdaráð hefur yfirumsjón með Framkvæmdastofu Akraneskaupstaðar, sem sér m.a. um undirbúning allra framkvæmda, s.s. framkvæmdir við fasteigir, götur, gangstéttir og stíga, jarðeignir og lönd, gatnahreinsun, leiksvæði og opin svæði, eignaumsýslu, ásamt innkaupum og útboðum vegna framangreindra þátta.?

Einnig segir í 4 mgr. sömu greinar:

?Framkvæmdaráð fer með yfirumsjón með rekstri, viðhaldi og endurbótum fasteigna Akraneskaupstaðar.?

Framkvæmdaráð telur ljóst að umrædd framkvæmd, sem er innan samþykktrar fjárhagsáætlunar, er að fullu í ákvörðunarvaldi Framkvædaráðs.

Framkvæmdaráð samþykkir að hafna fram komnum tilboðum í verkið ?Grundaskóli ? Þak? enda breyttar aðstæður til staðar í starfsmannahaldi Akraneskaupstaðar eftir að húsumsjónarmenn komu til starfa hjá Framkvæmdastofu og einnig að samningar við verktaka um viðhald stofnana féllu úr gildi þann 1. apríl s.l.

Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra að hefja undirbúning verksins með starfsmönnum framkvæmdastofu sem munu annast öll efniskaup, verkstýringu og framkvæmd verksins m.a. með ráðningum verkefnaráðinna starfsmenn gerist þess þörf.

2.Vinnuskóli Akraness - starfsemi sumarið 2010

1001031

Bréf rekstrarstjóra vinnuskólans dags. 19. mars 2010 varðandi ráðningar í störf flokkstjóra við Vinnuskóla Akraness sumarið 2010.
Bréf rekstrarstjóra vinnuskólans dags. 19. mars 2010 varðandi vinnutíma 14 - 17 ára við vinnskólann sumarið 2010.
Bréf rekstrarstjóra vinnuskólans dags. 19. mars 2010 varðandi tillögu um launagreiðslur til unglinga vinnskólans sumarið 2010.
Samantektir rekstrarstjóra vinnuskólans um ýmsar tölulegar upplýsingar um rekstur vinnuskólans frá árinu 2009.


Framkvæmdaráð staðfestir tillögur rekstrarstjóra um ráðningar í sumarstörf við Vinnuskóla Akraness sumarið 2010 svo og fyrirkomulag vinnutíma árganga sem rétt hafa til þátttöku við Vinnuskólann og tillögu um laun 14-16 ára unglinga.


Aðrar upplýsingar lagðar fram.

3.ÍA - Endurnýjun samstarfssamnings.

811027

Bréf Knattspyrnufélags ÍA dags 19. mars 2010 þar sem nánar er gert grein fyrir tilgangi og markmiðum KFÍA vegna fyrirhugaðs samstarfssamnings um rekstur íþróttavalla og Akraneshallarinnar að Jaðarsbökkum.

Málið rætt. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.

4.Bíóhöllin - endurbætur

901158

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir samþykkt bæjarstjórnar þar sem viðmiðunartölum í Innkaupareglum Akraneskaupstaðar hefur verið breytt í samræmi við tillögur Framkvæmdaráðs frá síðasta fundi.

Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra að taka upp viðræður við fyrirtækið MVM ehf. um múrviðgerðir Bíóhallarinnar að utan.

5.Dýrahald - Fundargerðir starfshóps 2010.

1003046

Fundargerðir frá 17. og 31. mars 2010.

Formaður og framkvæmdastjóri gerðu grein fyrir starfi starfshópsins. Fundargerðirnar lagðar fram.

6.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010

1002242

Rekstrarstaða 1/1 - 28/2 2010, ásamt bréfi framkvæmdastjóra dags. 30. mars 2010.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu. Framkvæmdaráð samþykkir að senda málið til kynningar bæjarráðs og aðalskrifstofu.

7.Merking gatna 2010.

1003186

Samantekt á umfangi yfirborðsmerkingu gatna hjá Akraneskaupstað. Áætlaður kostnaður er um 3,6 milljónir króna þar sem gert er ráð fyrir málin 13,7 km af málun mið- og kantlína gatna og um 500 m2 af mössun gangbrauta og hraðahindrana.

Framkvæmdaráð óskar eftir áliti skipulags- og umhverfisnefndar á málinu.

8.Frítt í sund - OR.

1003181

Erindi markaðsdeildar Orkuveitu Reykjavíkur þar sem farið er fram á samstarf Akraneskaupstaðar við OR vegna viðskiptavina fyrirtækisins þar sem m.a. yrði boðið upp á frían dag í sund.

Framkvæmdaráð samþykkir erindið og felur rekstrarstjóra íþróttamannvirkja að velja einhvern einn dag í samráði við OR.

9.Hestamannafélagið - Æðaroddi, lagfæring á gæðingavelli

911094

Bréf bæjarráðs dags. 31. mars 2010 varðandi aðstoð við Hestamannafélagið við gerð útboðsgagna vegna lagfæringar á gæðingavelli.

Framkvæmdaráð samþykkir að verða við erindinu enda verði kostnaður af reiknaðri vinnu og öðrum útlögðum kostnaði við verkefnið greiddur af rekstrarliðum bæjarráðs.

10.Verktakar-fyrirspurn um verðl. þjónustu

1003093

Bréf Blikkvers sf. -svar við fyrirspurn um verðlagningu þjónustu til Akraneskaupstaðar ásamt boði um kynningarfund.

Framkvæmdaráð þiggur boð fyrirtækisins um kynningarfund og felur framkvæmdastjóra að svara erindinu að öðru leyti.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00